MAÐUR, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir að drepa tvær konur fyrir nærri aldarfjórðungi, var tekinn af lífi í Kaliforníu í gær. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri neitaði að þyrma lífi hans og breyta dóminum í lífstíðarfangelsi.

MAÐUR, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir að drepa tvær konur fyrir nærri aldarfjórðungi, var tekinn af lífi í Kaliforníu í gær. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri neitaði að þyrma lífi hans og breyta dóminum í lífstíðarfangelsi.

Donald Beardslee drap tvær konur 1981 vegna ágreinings um fíkniefni og hefur verið á dauðadeild frá 1984 eða í 21 ár. Áður hafði hann setið inni í sjö ár fyrir að myrða konu árið 1969. Er hann fyrsti maðurinn, sem tekinn er af lífi í Kaliforníu í þrjú ár.

Schwarzenegger sagði er hann neitaði að þyrma lífi Beardslees, að hann hefði vitað hvað hann var að gera, en verjandi Beardslees sagði, að ríkisrekin manndráp bættu ekki fyrir neitt. Þvert á móti drægju þau alla niður í svaðið.

San Quentin. AP.