NÝ rannsókn á vegum Háskólans í München gefur til kynna að fólk vakni æ seinna á morgnana allt að tuttugu ára aldri. Þá snúast svefnvenjurnar við og fólk fer að vakna æ fyrr. Frá þessu er greint á vefn forskning.no og vitnað í tímaritið Nature .
NÝ rannsókn á vegum Háskólans í München gefur til kynna að fólk vakni æ seinna á morgnana allt að tuttugu ára aldri. Þá snúast svefnvenjurnar við og fólk fer að vakna æ fyrr. Frá þessu er greint á vefn forskning.no og vitnað í tímaritið Nature. Alls tóku 25 þúsund Þjóðverjar og Svisslendingar á aldrinum 8-90 ára þátt í rannsókninni. Þeir svöruðu spurningalista um hvenær þeir sofnuðu og vöknuðu þá daga sem þeir þurftu ekki að mæta í vinnu, skóla eða sinna öðrum skyldum. Út frá svörunum reiknuðu vísindamennirnir n.k. miðpunkt, þ.e. tímann mitt á milli þess sem hver manneskja sofnaði og vaknaði og var talan borin saman við aldur viðkomandi. Niðurstaðan varð sú að börnin vöknuðu æ seinna eftir því sem þau urðu eldri en um tvítugt snerist þróunin við. Á forskning.no er þó líka varpað fram spurningunnni hvort það sé svo undarlegt að lítil börn vakni mun fyrr en unglingar sem ekki eru látnir hátta klukkan átta? Og hvort ekki sé eðlilegt að vendipunkturinn í svefnmynstrinu sé á þeim tíma á lífsleiðinni er margir byrja að vinna?