Ættleiðingar Erfiðara er að fá erlend börn hingað ALLS voru ættleidd 30 börn á árinu 1991 og 32 börn árið 1990. Að meðaltali voru ættleidd 49 börn á hverju ári á árunum 1986 til 1990 og 73 börn árlega frá 1981 til 1985.

Ættleiðingar Erfiðara er að fá erlend börn hingað

ALLS voru ættleidd 30 börn á árinu 1991 og 32 börn árið 1990. Að meðaltali voru ættleidd 49 börn á hverju ári á árunum 1986 til 1990 og 73 börn árlega frá 1981 til 1985.

Fátítt er að nýfædd íslensk börn séu ættleidd í seinni tíð en ýmist er um að ræða ættleiðingu stjúpbarna eða erlendra barna. Árið 1991 voru þannig ættleidd 18 stjúpbörn, níu erlend börn og þrjú nýfædd íslensk börn.

Ástæða fækkunarinnar er að mjög hefur dregið úr ættleiðingu barna erlendis frá þar sem erfiðara hefur reynst að fá börn ættleidd. Þannig hafa aðeins verið ættleidd tvö erlend börn sl. ár.