Súlurnar verða fluttar upp í Gerðuberg BORGARRÁÐI hefur borist beiðni um að súlurnar, sem standa við listaverkið Sólfar við Sæbraut, verði fluttar að menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti.

Súlurnar verða fluttar upp í Gerðuberg

BORGARRÁÐI hefur borist beiðni um að súlurnar, sem standa við listaverkið Sólfar við Sæbraut, verði fluttar að menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Fyrr í vetur var samþykkt að breyta umhverfi listaverksins við Sæbraut.

Í bréfi Elísabetar B. Þórisdóttur forstöðmanns menningarmiðstöðvarinnar, kemur fram að hugmyndir séu uppi um að súlurnar verði settar niður við lóðarmörk eða innkeyrslu Gerðubergs. Er það í samræmi við tillögu að framtíðarútlit aðkomunnar að Gerðubergi.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Súlurnar

Núverandi staðsetning súlnanna við Sæbraut hefur valdið deilum allt frá upphafi.