Fyrirtæki Nýir stjórnarmenn hjá Skýrr Starfsemin tekin til endurskoðunar á árinu ÞEIR Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri og Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hafa tekið sæti fyrir hönd ríkisins í stjórn Skýrsluvéla ríkisins og...

Fyrirtæki Nýir stjórnarmenn hjá Skýrr Starfsemin tekin til endurskoðunar á árinu

ÞEIR Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri og Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hafa tekið sæti fyrir hönd ríkisins í stjórn Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr). Fulltrúar borgarinnar eru þeir Haukur Pálmason, formaður og Óskar G. Óskarsson. Þá situr Garðar Hilmarsson, í stjórninni sem fulltrúi starfsmanna.

Í skipunarbréfi stjórnarmanna Skýrr er kveðið á um að stjórnin eigi að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækisins, þ.e. hvort fyrirtækið starfi á samkeppnisgrunni við aðra aðila á tölvumarkaðnum. Í öðru lagi verður eignaraðildin tekin til athugunar og í þriðja lagi leitað svara við því hvort eðlilegt sé að breyta Skýrr í hlutafélag eða sameignarfélag. Þykir rétt að endurskoða starfsemi fyrirtækisins, sem fagnaði 40 ára afmæli á sl. ári, m.a. í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur tekið til sín meirihluta af sinni tölvuvinnslu.

Stjórnin er skipuð til eins árs og þarf að skila tillögum fyrir árslok.