Matreiðslubók ofurfyrirsætu selst í massavís

Chrissy Teigen ásamt eiginmanni sínum, John Legend, og kjuklingabita.
Chrissy Teigen ásamt eiginmanni sínum, John Legend, og kjuklingabita. Ljósmynd/Cravings

Matreiðslubækur fræga fólksins vekja alla jafna eftirtekt – sér í lagi ef viðkomandi kann eitthvað að elda. Chrissy Teigen þykir í senn afburðaskemmtileg og flink í eldhúsinu enda heldur hún úti bloggi sem fjallar ansi oft um hvað hún er með í matinn.

Chrissy er skemmtileg fyrirmynd að mörgu leyti því hún er óhrædd við að viðra skoðanir sínar, afhjúpa veikleika sína og gerir alla jafna stólpagrín að sjálfri sér. Hún er þekktust fyrir fyrirsætustörf sín, auk þess stýrir hún þættinum Lip Sync Battle ásamt LL Cool J sem eru frábærir og svo er hún líka gift tónlistarmanninum John Legend.

Crissy gaf í fyrra út bókina Cravings sem seldist í 276.326 eintökum sem telst mjög gott og gerir hana að einni mest seldu matreiðslubók Bandaríkjanna í fyrra. Bókin er afburðafalleg og segir Teigen að hún innihaldi mat sem þig langi að borða.

Bók Teigen má nálgast hér en við höfum ekki rekist á hana hér á landi enn þá.

Ljósmynd/Cravings
Ljósmynd/Cravings
Ljósmynd/Cravings
mbl.is