Hörpuskelin sem þú verður að prófa

Girnilegt!
Girnilegt! Mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hörpuskel er herramannsmatur eins og það eru fáir jafn lunknir að meðhöndla hana eins og sérfræðingarnir við Beiðafjörðin þaðan sem hún er veidd. Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi hefur notið mikilla vinsælda og þykir hörpuskelin þar sérlega frábær.

Við fengum góðfúslega að deila uppskriftinni með lesendum Matarvefjarins og við hvetjum ykkur til að prófa.

Hörpuskelin af Sjávarpakkhúsinu

Fyrir fjóra

  • 300 gr. breiðfirsk hörpuskel (hreinsuð)
  • 1 rauðlaukur
  • 1 mangó
  • 2 rauð chillí
  • 1 tsk. wasabi-duft 1 tsk. salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • fersk steinselja eftir smekk safi úr einu lime

Aðferð:

Byrjað á að kreista lime-safann yfir skelina og látið standa á meðan allt annað er skorið í smáa bita. Blandið öllu saman og setjið við hliðina á, gjarnan í tómri skel. Síðan má taka nokkra bita af hörpuskel og steikja á pönnu og raða á diskinn með hinu góðgætinu. Gott er að bera fram með salati og góðu brauði.

Maturinn er borinn fram á fallegum diskum frá Bonna.
Maturinn er borinn fram á fallegum diskum frá Bonna. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Sjávarpakkhúsið á Stykkishólmi.
Sjávarpakkhúsið á Stykkishólmi. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert