Hvernig verður jólarúsínan í ár?

Rúsínur eru dásamlegt fyrirbæri.
Rúsínur eru dásamlegt fyrirbæri. mbl.is/skjáskot

Hver verður jólarúsínan í ár? Þegar stórt er spurt er greinilega nauðsynlegt að leita til sérfræðinganna og það hefur Nói Síríus gert. Inn á Facebook síðu fyrirtækisins er farin í gang kosning um hvaða bragð verður fyrir valinu á Jólarúsínunum 2017. Áhugafólk um súkkulaðirúsínur er hvatt til að deila sinni skoðun en allnokkrir bragðráðgjafar fá verðlaun fyrir álitið og skiptur þá engu hversu gott það er.

Matarvefurinn hefur að sjálfsögðu sterkar skoðanir á rúsínum eins og flestu öllu og stingur upp á því að Jólarúsínan í ár verði með indælis kanilbragði og dassi af vanillu. Svo mætti súkkulaðið vera hvítt og þá mega jólin koma.

Kosninguna er hægt að nálgast hér.

Leitin er hafinn af Jóla rúsínunni 2017.
Leitin er hafinn af Jóla rúsínunni 2017. mbl.is/Nói Síríus
mbl.is