Mikið brúnkukrem, ljótur jakki en virkilega góður matur

Eins og uppteknar heimilismæður og -feður þekkja er tíminn oft knappur en viljinn fyrir lekkerheitum er þó ávallt til staðar. Í þessum þætti af Svindlað í saumaklúbb voru þær Tobba Marinós og Þóra Sigurðardóttir á hlaupum því von var á stórum vinkvennahópi í heimsókn. Stífbónaðir bílar voru farnir að urra í heimskeyrslunni en þær höfðu ekkert undirbúið fyrir stílpíur landsins sem myndu flæða inn á hverri stundu!

Tobba setti á sig of mikið brúnkukrem í stresskasti og Þóra fór í ljótan jakka. En það er ekkert hægt að setja út á veitingarnar þótt kokkarnir hafi litið illa út.

Mexíkósúpa á mettíma

1 pakki Toro-mexíkósúpa
200 g rjómaostur
700 ml vatn
1 heill eldaður kjúklingur rifinn niður
1 dós hakkaðir tómatar
1 dl góðar maísbaunir, helst frosnar úr Nettó

Til að toppa með:
Kóríander
Sýrður rjómi
Nachos

Berið fram með fersku kóríander, nachos og sýrðum rjóma og segið engum að þetta sé pakkamatur! Aldrei.

Ítalskar lúxusbollur ljóta jakkans 

1 pakki bolludeig frá Toro
3 dl volgt vatn (ekki hitaveituvatn!)
50 ml brætt smjör
1 msk. oregano
1 msk. graslaukur 
1 og 1/2 msk. steinselja 

Sjá aðferð í myndbandi og þá sérstaklega hnoðaðferðina!

Þorbjörg Marinósdóttir og Þóra Sigurðardóttir deyja ekki ráðalausar.
Þorbjörg Marinósdóttir og Þóra Sigurðardóttir deyja ekki ráðalausar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is