Matarást fótboltakonunnar

Ásta er mikill sælkeri en gætir þess þó að borða …
Ásta er mikill sælkeri en gætir þess þó að borða holla og næringarríka fæðu enda þarf hún á öllum sínum styrk að halda í fótboltanum. mbl.is/

Ásta Eir Árnadóttir er 24 ára Kópavogsmær sem útskrifaðist nýlega frá Florida Atlantic University þar sem hún spilaði fótbolta með liði skólans. Ásta spilar með Breiðabliki á Íslandi og er mikil gourmet-kona. Hún elskar mexíkóskan mat og pítsur en leggur þó mikið upp úr hollu fæði. Matarvefurinn fékk Ástu til að svara nokkrum spurningum og segja okkur frá sínum uppáhaldsveitingastöðum í Bandaríkjunum.

Hver eru lykilatriðin í að borða holla fæðu fyrir fótboltakonu?
„Ég myndi segja bara gott skipulag. Elda nóg af góðum og næringaríkum kvöldmat til að eiga þá líka í hádeginu daginn eftir. Ég passa vel upp á að borða mikið grænt, það er svo rosalega gott fyrir mann og mikilvægast af öllu held ég er að drekka nóg af vatni yfir allan daginn, algjört lykilatriði.“

Hverjir eru uppáhaldsveitingastaðir/verslanir í USA? 
„Ég versla alltaf í matinn í Trader Joe´s, frábær[ri] verslun sem býður ekki upp á neitt amerískt sull og með viðráðanlegt verð fyrir námsmenn. Elska að kíkja í Whole Foods og kaupa bara nokkra hluti þar sem hún er full af alls konar skemmtilegum hráefnum. Hún er frekar dýr fyrir námsmanninn til að versla í matinn fyrir heilu vikuna.“

Veitingastaðir:
Chipotle, mexíkóskur staður sem ég mun sakna hvað mest þegar ég flyt heim. Er búin að vera mjög traustur kúnni í 4 ár. Svo er það Blaze Pizza, klárlega bestu pizzur sem ég hef smakkað og með frábært úrval fyrir alla (kjötætur og vegan). Síðast en ekki síðast taílenski staðurinn M&M. „Best thai food ever“.“

Besti matur til að borða fyrir leik og eftir leik?
„Kvöldið fyrir leik borða ég eitthvað sem er ríkt af kolvetnum. Pasta, kartöflur, hrísgrjón. Gott pasta verður oft fyrir valinu. Á leikdegi fæ ég mer hefðbundinn morgunmat, sem er hafragrautur, og grænan smoothie. Í hádeginu borða ég oftast góða samloku með alls konar grænmeti og hummus og gott salat með. Tveimur tímum fyrir leik sirka fæ ég mér banana og rauðrófusafa (mitt pre-workout). Beint eftir leik reyni ég að fá mér prótein. Oftast er það þá bara möndlumjólk og hnetusmjörsplöntuprótein.“

Ásta ásamt Lucy Carter samherja sínum í skólaliðinu.
Ásta ásamt Lucy Carter samherja sínum í skólaliðinu. mbl.is/facebook


Hvað myndir þú aldrei borða?
„Hef í rauninni aldrei borðað heila ólívu, en mér finnst lyktin svo hryllilega vond að ég neita að smakka.“

Finnur þú mun eftir að þú varðst grænmetisæta á andlegri/líkamlegri líðan?
„Já ég get sagt það. Hef meiri orku í gegnum daginn og mér finnst ég sofa betur og eiga mjög auðvelt með að vakna á morgnana. Varðandi fótboltann þá finnst mér endurheimtin vera hraðari og þolið mitt betra. Að borða ekki kjöt og mjólkurvörur hefur klárlega hjálpað við það.“

Hvað er uppáhalds „óhollustan“ þín á Íslandi ?
„Grænmetisborgarinn á Búllunni er sveittur en ógeðslega góður.“

Hvaða matar/nammis saknar þú mest frá íslandi?
„Sakna GLÓ! Er mjög spennt að koma heim og smakka allt það nýja á matseðlinum hjá þeim. Svo er ég mjög spennt að fá mér vegan bragðarefinn hjá Hafís aftur, sjúklega gott dæmi.“

Ásta og pabbi hennar Árni sem er að vonum stoltur …
Ásta og pabbi hennar Árni sem er að vonum stoltur af telpunni sinni enda skarar Ásta fram úr í flestu sem hún gerir með bros á vör. mbl.is/facebook
Ásta Eir Árnadóttir fagnar hér fyrir miðju ásamt samherjum sínum …
Ásta Eir Árnadóttir fagnar hér fyrir miðju ásamt samherjum sínum hjá Breiðabliki. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert