Logi hissa á topp 15 listanum

Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Árni Sæberg

Til er hópur á Facebook sem pælir meira í rauðvíni en flestir. Þar skiptast menn á skoðunum og oftar en ekki eru umræðurnar stórskemmtilegar og fróðlegar. Ekki er agnúast út í innsláttarvillur heldur tekið full tillit til þess að oftar en ekki eru menn ögn við skál þegar færslur eru skrifaðar.

Forsprakki hópsins er handboltakappinn Logi Geirs sem er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Birti hann lista yfir 15 vinsælustu rauðvínin í Vínbúðinni og var ekki sáttur. Sagðist hann hissa á því að aðeins þrjú vín á listanum kostuðu yfir tvö þúsund krónur.

„Það að bæta við 1000 kr myndi ég segja að gefur [sic] ykkur svona þrisvar sinnum meiri gæði,“ segir Logi. „Það er mín kenning og það má alveg ræða það hvort það haldi víni en það er mín reynsla. Flokkurinn 2500+ er hafsjór af flottum vínum. Maður er oft með matarboð þar sem maður er að leggja vel í mat svo dettur maður í að “spara” með að kaupa ódýrt Rauðvín! [sic]“

Ljóst er að hópurinn er kjörinn vettvangur fyrir áhugafólk um rauðvín en í honum eru nú yfir fimm þúsund félagar.

Hægt er að nálgast hópinn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert