Kökur sem minna á listaverk

Listaverk eða kaka ?
Listaverk eða kaka ? mbl.is/

Kóreski bökunarsnillingurinn Atelier Soo hefur vakið heimsathygli á undanförnum árum fyrir fallegar kökur sem líkjast frekar listaverki en einhverju sem má borða. Við skoðum hvað hægt er að gera tengt kökum. 

Soo er í Seúl í Suður-Kóreu. Hún hefur í gegnum árin haft víðtæk áhrif á tískuna í kökugerð og hafa þessi áhrif að skreyta með blómum og berjum náð alla leið hingað til Íslands. Hægt er að gera ýmislegt þegar kemur að kökum. En einfaldur grunnur og litrík blóm er þemað í kökum frá Soo Cake.

Kökurnar frá Soo Cake eru ómótstæðilegar. Virkilega fallegar fyrir tilefni þar sem halda á upp á sérstakan dag. Takið eftir því hvað miklu máli skiptir að draga skreytingarnar yfir á allt veisluborðið og vera með blómvendi sem áframhald af kökuskreytingunum.

Sum blómin eru úr köku en önnur eru náttúruleg. Hún gerir bollakökur og einnig nokkurra hæða kökur og hefur litadýrð inni í kökunum líka, þó að yfirlag þeirra sé oft einfalt skreytt skrautlegum litum í blómum.

Fersk blóm þurfa ekki endilega að vera dýr en toppa …
Fersk blóm þurfa ekki endilega að vera dýr en toppa allann sykurmassa í fegurð og ferskleika. mbl.is/
Kerti í miðjuna?
Kerti í miðjuna? mbl.is/
mbl.is/
Það fer kannski ekki mikið fyrir kökunum sem eru undir …
Það fer kannski ekki mikið fyrir kökunum sem eru undir en fyrir slæma bakara er það mikill kostur. mbl.is/
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert