Nautalund með æðislegu tómatasalati og Mozzarella di bufala

Dásamlega girnileg nautalund að hætti Evu Laufeyjar.
Dásamlega girnileg nautalund að hætti Evu Laufeyjar. mbl.is/Eva Laufey

Þessi dásamlega nautalund bókstaflega bráðnar í munni enda stendur gott kjöt ávallt fyrir sínu – sérstaklega ef það er vel eldað. Ekki spillir fyrir ef meðlætið er í vandaðri kantinum eins og hér en það er eldhúsgyðjan Eva Laufey sem á heiðurinn að þessari gæðamáltíð.

Heimasíðu Evu Laufeyjar má nálgast HÉR.

Nautalund með æðislegu tómatasalati og Mozzarella di bufala

Fyrir 2 

  • 500 g nautalund
  • Ólífuolía
  • smá smjör
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C.
  2. Kryddið lundina með salti og pipar.
  3. Hitið olíu á pönnu og steikið lundina á öllum hliðum þannig að hún brúnist vel, bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið duglega yfir lundina.
  4. Setjið lundina í eldfast mót og eldið við 220°c Í 12 mínútur (það er okkar tími – við viljum hafa kjötið medium/rare)
  5. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark fimm mínútur áður en þið skerið það niður og berið fram.

Ofnbakað caprese-salat

  • 1 kúla Mozzarella di bufala
  • 10 – 15 kirsuberjatómatar
  • Fersk basilíka
  • Nóg af ólífuolíu
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið tómata í tvennt, leggið á pappírsklædda ofnplötu og sáldrið ólífuolíu yfir.
  3. Kryddið tómatana til með salti og pipar.
  4. Bakið við 180°C þar til þeir eru orðnir mjúkir og krumpaðir (10-15 mínútur)
  5. Rífið ostinn niður á disk, best er að bera ostinn fram við stofuhita.
  6. Setjið basilíku í mortél ásamt ólífuolíu og maukið saman þar til þið eruð með fína sósu. Þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni.
  7. Þegar tómatarnir eru tilbúnir setjið þið þá yfir ostinn, þeir eru svo heitir að osturinn bráðnar aðeins sem gerir hann enn betri.
  8. Hellið síðan basilíkusósunni yfir og skreytið diskinn í lokin með basilíku.

Ég sleppti því alveg að fá mér sósu og lét salatið og vel af ólífuolíu duga, það er tryllingslega gott. Þið verðið hreinlega að prófa.

Tómatasalat með Mozzarella di bufala.
Tómatasalat með Mozzarella di bufala. mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert