Hertogaynjan má ekki borða hvítlauk

Meghan Markle þarf að neita sér um hvítlauk.
Meghan Markle þarf að neita sér um hvítlauk. AFP

Það er ekki eintómur dans á rósum að vera hertogaynja og eflaust full vinna að fara eftir þeim ótal reglum sem settar eru fyrir hefðarfólkið í höllinni. Þetta er Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex að fá að kynnast þessa dagana, en auk þess að mega ekki fara úr yfirhöfn á almannafæri má hún núna ekki borða hvítlauk lengur! Allavega ekki á almannafæri, á samkomum eða í konunglegum matarboðum. Við hér á matarvefnum teljum að það hljóti hreinlega að vera ein stærsta fórn sem hægt er að færa. 

Var það Elísabet Englandsdrottning sem setti þessa reglu, en hún er ekki mikið fyrir hvítlaukinn og vill auk þess koma í veg fyrir andremmu hjá hefðarfólki sínu á samkomum. Hefur kokkurinn Darren McGrady í Buckingham höll staðfest þennan orðróm og segir að það sé blátt bann lagt við því að elda úr hvítlauk í höllinni og helst megi ekki nota mikinn lauk í eldamennskunni. Ef til vill stelst hertogaynjan til þess að maula einn og einn hvítlauksgeira í einrúmi uppi á herbergi, þegar enginn sér til. Það sem maður gerir ekki fyrir ástina. 

Hertogaynjan af Sussex má ekki lengur borða hvítlauk á almannafæri …
Hertogaynjan af Sussex má ekki lengur borða hvítlauk á almannafæri samkvæmt reglum hallarinnar. mbl.is/GrittyPretty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert