Nýjasta æðið er Frosé

Nýjasta æðið er Frosé en það er frosið rósavín sem …
Nýjasta æðið er Frosé en það er frosið rósavín sem búið er að gera krapdrykk úr. mbl.is/stylemepretty

Það er hægt að búa til krapdrykk úr næstum hverju sem er, og það þykir mjög móðins að súpa á frosnum drykk í sumarhitanum. Nýjasta æðið er Frosé en það er frosið rósavín sem búið er að gera krapdrykk úr. Þá er ekkert annað eftir en að slá um sig í næsta saumaklúbb eða matarboði og bjóða upp á rósavínskrapdrykk. Svona förum við að:

Frosé krapdrykkur

  • 1 flaska rósavín
  • 120 ml Fentiman-rósalímonaði einnig er hægt að notast við venjulegt límonaði.
  • Ísmolar
  • Ein grein af lofnarblómi eða rósmarín til skrauts

Aðferð

  1. Hellið úr einni flösku af rósavíni í klakabox og frystið yfir nótt.

  2. Setjið frosna rósavínið ásamt límonaði í blandara með handfylli af ísmolum.

  3. Blandið þar til allir ísmolarnir eru komnir í krap.

  4. Hellið í fallegt glas og stingið grein af lofnarblómi eða rósmarín í glasið.

  5. Einfaldara verður það ekki.
Það er hægt að búa til krapdrykk úr næstum hverju …
Það er hægt að búa til krapdrykk úr næstum hverju sem er og er í flestum tilfellum afar auðvelt. mbl.is/stylemepretty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka