Desert sem fær þig til að sleppa aðalréttinum

Marengs hreiður með ferskum berjum og ljúffengu kremi - hversu …
Marengs hreiður með ferskum berjum og ljúffengu kremi - hversu fallegt! mbl.is/Columbus Leth

Við elskum góða deserta og stundum er góður desert meira en nóg. Það skemmir ekki fyrir þegar þeir eru bæði fallegir fyrir augað og smakkast líka vel. Hér eru lítil marengs fuglahreiður, fyllt með ljúffengu kremi og ferskum berjum.

Marengs fuglahreiður (fyrir 6)

Fuglahreiður:

 • 6 eggjahvítur
 • 190 g sykur
 • 2 dropar ljóst edik
 • 200 g flórsykur

Mascarpone krem:

 • ½ vanillustöng
 • 200 g mascarpone
 • 3 msk flórsykur
 • 2½ dl rjómi

Fylling:

 • 75 g hindber
 • 75 g bláber
 • 250 g jarðarber

Punt:

 • Handfylli af ætanlegum blómum
 • 1 msk flórsykur

Aðferð:

 1. Fuglahreiður: Þeytið eggjavhítur, sykur og edik vel saman. Sigtið flórsykurinn út í stífþeytið. Setjið marengsblönduna í sprautupoka og sprautið á bökunarpappír lítil hreiður með smá kanti. Bakið við 100° á blæstri í 1-1½ tíma eða þar til marengsinn er orðinn þurr.
 2. Mascarpone krem: Skrapið kornin úr vanillustönginni og hrærið þau saman við mascarpone og flórsykur. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við mascarpone blönduna.
 3. Fylling: Skolið berin og skerið jarðarberin í fjóra bita. Blandið helmingnum af berjunum varlega saman við mascarpone kremið.  
 4. Samsetning: Setjið mascarpone-berja-kremið í hreiðrin og skreytið með restinni af berjunum, blómum og sigtuðum flórsykri.
mbl.is