Eldum rétt appið vinsælt

mbl.is/Eldum rétt

Viðskiptavinir Eldum rétt geta nú pantað matarpakka í nýju appi fyrirtækisins en með því er verið að bregðast við óskum viðskiptavina um að gera pöntunarferlið enn einfaldara. „Það er greinilegt að notkun appa fer sífellt vaxandi og við viljum auðvitað ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum,“ segir Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt.

Í appinu geta viðskiptavinir kynnt sér þá átta matarpakka sem fyrirtækið býður upp á, skoðað matseðla og uppskriftir og eins og fyrr segir pantað pakkana. „Við finnum fyrir því að fólk er að koma sér í rútínu aftur eftir sumarið og eru bæði gamlir viðskiptavinir að koma sterkir inn fyrir haustið og nýir að bætast við. Eins og við vitum þá er gott að bregða út af rútínunni en alltaf voða ljúft þegar hún kemst á aftur og við sjáum að okkar viðskiptavinir eru tilbúnir í hana eftir sólríkt sumar,“ segir Hrafnhildur.

Appið er ekki eina nýjung fyrirtækisins en í sumarbyrjun hóf það sölu á matarpökkum sem eru sniðnir að ketómataræðinu, nú í haust kom einnig annar pakki á markaðinn. „Ketópakkinn er búinn að vera mjög vinsæll hjá okkur og miðað við móttökurnar virðist sem ketóæðið sé komið til að vera. Nýjasti pakkinn okkar er svo Pescatarian en hann er fyrir þá viðskiptavini sem eru að mestu grænmetisætur en borða líka fisk og annað sjávarfang."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert