Ikea og Pizza Hut taka höndum saman

Þriggja leggja borð er nýtt samstarfsverkefni Ikea og Pizza Hut.
Þriggja leggja borð er nýtt samstarfsverkefni Ikea og Pizza Hut. mbl.is/Ikea

Þið þekkið litla hringlaga plaststykkið sem hindrar að pizzakassinn falli á sjálfa pizzuna? Plaststykkið hefur nú verið sett í yfirstærð og í framleiðslu sem borð í nýju samstarfsverkefni Ikea og Pizza Hut.

Þriggja leggja borðið heitir SÄVA og er fáanlegt í takmörkuðu magni, þá eingöngu í Ikea í Hong Kong. Þrír hvítir fætur stingast út úr hringlaga borðplötunni og eru nákvæm eftirlíking að pizza-stykkinu. Fyrir miðju borðsins má svo sjá vörumerki Pizza Hut, þrykkt í borðplötuna.

Og til að fullkomna vöruna, þá kemur borðið flatpakkað eins og flest allt hjá Ikea, og það í stórum pizzakassa. Borðinu fylgja samsetningaleiðbeiningar en á þeim má einnig finna leiðbeiningar hvernig þú pantar pizzu og leggur hana á borðið. En Pizza Hut hefur bætt sérstakri pizzu á matseðilinn út af samstarfinu sem inniheldur sænskar kjötbollur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Ikea
mbl.is/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert