Nýtt meðlæti á matseðli Dom­in­o's

Ljósmynd/Dom­in­o's

Á þessum alþjóðlega degi pítsunnar er ekki úr vegi að greina frá þeim stórfréttum að nýtt meðlæti er mætt á matseðil Dom­in­o's.

Við erum að tala um teriyaki-kjúklingavængi sem að sögn þeirra sem til þekkja eru bæði ljúffengir og mjög svo grinilegir. Bragðsterkir en samt sætir, glansandi og með örlitlum keim af engifer.

Teriyaki-vængir eru sagðir eiga uppruna sinn að rekja til japanskra innflytjenda á eyjunni Hawaii en fyrir sanna teriyaki-aðdáendur er ekki úr vegi að plana næsta frí til Seattle í Washington þar sem er að finna eina 80 veitingastaði sem innihalda orðið teriyaki. En gómsætt er það og það verður spennandi að smakka þessa nýjustu viðbót á meðlætaseðli Dom­in­o's.

Ljósmynd/Dom­in­o's
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert