Hvað er í matinn stækkar við sig

mbl.is/Hvaderimatinn.is

Ein nytsamlegasta heimasíða landsins, „Hvað er í matinn“, hefur tekið heilmiklum breytingum síðustu misseri. Og nýjungarnar eru spennandi kostir fyrir neytendur.

Heimasíðan hefur verið starfrækt frá árinu 2006, og var tilgangur hennar að svara þessari erfiðu spurningu sem oftast kemur seinnipart dagsins: „Hvað er í matinn?“ Inni á vefnum getur þú ákveðið forsendur matar fyrir vikuna, t.d. fisk á mánudögum, kjúkling á þriðjudögum og svo framvegis. Kerfið kemur þá með viku- eða mánaðarseðil af uppskriftum miðað við þessar forsendur. Þá geturðu ákveðið hversu margir eru í mat og breytist innihaldslýsing í samræmi við það. Einnig er hægt að prenta út eða sjá innkaupalista sem þarf í þessar tilteknu uppskriftir og klára innkaupin – því heimasíðan er tengd verslun sem býður upp á heimsendingu. Eins er hægt að sækja í fljótlega og auðvelda rétti á síðunni, þá velja uppskriftir sem taka ákveðið langan tíma. Og þar má einnig finna ketóflokk sem hefur notið mikilla vinsælda með breyttum lífsstíl landsmanna.

Hvað er í matinn hefur tekið miklum stakkaskiptum, því hún sameinar tvö áhugamál margra – mat og drykk. Nú getur þú keypt innflutt vín frá Síle, Spáni og Ítalíu og brátt verður rabarbarafreyðivín á boðstólum. Hægt er að skrá sig á póstlista á heimasíðunni til að missa ekki af nýjustu fréttum, en þess má geta að heimasíðan er orðin notendavæn í farsímum sem er mikill kostur fyrir upptekna einstaklinga. Hægt er að skoða skoða uppskriftir og annan fróðleik á heimasíðunni HÉR.

Heimasíðan er aðgengileg og auðveld í notkun.
Heimasíðan er aðgengileg og auðveld í notkun. mbl.is/Hvaderimatinn.is
Yfir 1.300 uppskriftir eru í kerfinu á heimasíðunni. Því ættu …
Yfir 1.300 uppskriftir eru í kerfinu á heimasíðunni. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. mbl.is/Hvaderimatinn.is
Felix er stofnandi heimasíðunnar „Hvað er í matinn“.
Felix er stofnandi heimasíðunnar „Hvað er í matinn“. mbl.is/Hvaderimatinn.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert