Uppáhalds jólabollan okkar

Jólabolla af bestu gerð.
Jólabolla af bestu gerð. mbl.is/TikTok

Hér er á ferðinni uppskrift að afbragðsgóðri jóla-bollu, smekkfull af góðum berjum og ávöxtum sem allir munu elska. Það mætti segja að þetta sé uppáhalds jóla-bollan okkar allra, því ekki er vitað til þess að einhver hafi neitað sér um glas.

Uppáhalds jólabollan okkar

 • Sítróna
 • Jarðaber
 • Vínber
 • Bláber
 • Trönuberjasafi
 • Sódavatn
 • Fersk mynta
 • Klakar
 • Áfengi ef vill

Aðferð:

 1. Skerið sítrónu í sneiðar og setjið í stóra skál.
 2. Bætið við jarðaberjum, vínberjum og bláberjum.
 3. Hellið því næst jafnt af trönuberjasafa og sódavatni.
 4. Stráið ferskri myntu yfir.
 5. Bætið við nóg af klökum og áfengi fyrir þá sem vilja gera fullorðins útgáfu af bollunni.
mbl.is