Brúðkaup ársins að hefjast - svona er maturinn

Nicola Peltz og Brooklyn Beckham.
Nicola Peltz og Brooklyn Beckham. Ljósmynd/Instagram

Stór hluti heimbyggðarinnar bíður nú spenntur við snjalltæki sín og fylgist með myndum frá brúðkaupi ársins þegar elsti sonur Beckham hjónanna, Brooklyn, gengur að eiga unnustu sína, Nicola Peltz, sem er dóttir bandaríska auðkýfingsins, Nelson Peltz.

Gestalistinn er með því rosalegasta sem sést hefur og engu verður til sparað. Maturinn verður að sjálfsögðu í kastljósinu hjá okkur en það er matreiðslumeistarinn Thierry Isambert sem mun sjá um hann. Isambert er ekki síst þekktur fyrir að hafa eldað fyrir fyrrum forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Matseðillinn er sérlega sveigjanlegur og tekur tillit til flestra. Þannig verður boðið upp á grænmetisrétti, vegan, hitaeiningasnauða rétti og að sjálfsögðu verður boðið upp á uppáhalds rétt Victoriu Beckham sem hún hefur borðað á hverjum degin undanfarin 25 ár.

Thierry Isambert ásamt eiginkonu sinni, Alinu. Hann fær það vandasama …
Thierry Isambert ásamt eiginkonu sinni, Alinu. Hann fær það vandasama hlutverk að sjá um matinn í brúðkaupi ársins. Ljósmynd/ThierryIsambert.com
mbl.is