Bananabrauðið sem börnin elska

Bananabrauðið sem börnin elska.
Bananabrauðið sem börnin elska. mbl.is/Jamie Oliver

Börnin elska bananabrauð og það gerum við hin líka. Þetta ómótstæðilega brauð er fullkomið í nestisboxið fyrir alla fjölskylduna. Það má auðveldlega uppfæra uppskriftina með því að bæta við valhnetum, þurrkuðum ávöxtum eða súkkulaði ef því er að skipta.

Bananabrauðið sem börnin elska

  • 125 g ósaltað smjör
  • 2 stór egg
  • 4 vel þroskaðir bananar
  • 2 msk. fljótandi hunang
  • 2 msk. epladjús
  • 250 g hveiti
  • Klípa af kanil
  • 50 g pekanhnetur, má sleppa

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Smyrjið bökunarmót að innan með smjöri.
  3. Setjið smjörið í skál og notið trésleif til að mýkja það upp þar til rjómakennt. Bætið eggjunum saman við smjörið. Maukið 3 banana og blandið saman við, með gaffli.
  4. Bætið hunangi og epladjús saman við – og dragið því næst fram sleif til að bæta við hveitinu og kanilinum. Saxið hneturnar smátt og bætið saman við.
  5. Hellið blöndunni í bökunarmótið og skerið síðasta bananann niður í litla bita og dreifið yfir deigið. Bakið í 40-50 mínútur þar til gyllt og bakað í gegn.
  6. Leyfð brauðinu að kólna örlítið áður en þið skerið það niður.

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert