Bakstur

Nýbakaðar bollur á hverjum morgni og í nestið

14.1. Það jafnast ekkert á við ilminn af nýbökuðum bollum. Og nú getur þú fengið þér nýbakaðar bollur á hverjum morgni því þetta bolludeig er ótrúlega drjúgt og geymist í allt að fimm daga í ísskáp. Þar fyrir utan eru þær svo ofureinfaldar í framkvæmd að annað eins hefur varla sést. Meira »

Ómótstæðileg eplakaka með hnetum og kanil

12.1. Ein svona klassísk, gömul og góð sem getur ekki klikkað. Við eigum það svo sannarlega skilið.   Meira »

Bakaði Betty með jólaöli

21.12. Við höfum heyrt því hvíslað að hægt sé að skipta út eggjum í Betty Crocker með því að setja kókdós í staðinn. Hjómar galið en virkar. Meira »

Leyniuppskrift Hrefnu Sætran

19.12. Sumir eru nokkuð mikið flinkari í eldhúsinu en aðrir og Hrefna Sætran er klárlega í þeim flokki. Því má það teljast öruggt að uppskrift sem hún er með í uppáhaldi er bæði frábær og góð. Hvað þá ef hún er leyni... Meira »

„Unaður í hverjum bita“

9.12. Nú eru allir á fullu við að baka smákökur og hér gefur að líta uppskrift sem tikkar í öll box. Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á þessa uppskrift sem hún segir að sé æðislegt. Meira »

Súkkulaðikaka með mjúkri miðju

8.12. Hver elskar ekki ómótstæðilega eftirrétti sem tekur bókstaflega nokkrar mínútur að gera? Hér gefur að líta súkkulaðiköku eða svona eldfjallaköku eins og eru svo vinsælar en þá er miðjan í þeim mjúk. Meira »

Ljúffengar svissneskar hnetukökur

6.12. Við höldum áfram að deila með ykkur einföldum og ljúffengum smákökum til að baka á aðventunni. Þessar eru algjör draumur og henta stórvel með góðum kaffibolla eða heitu kakói. Meira »

Gömlu Rice crispies-kökurnar teknar á næsta stig

25.11. „Hér er komin ný uppskrift að Rice crispies-kökunum góðu sem nánast allir landsmenn þekkja. Ég hef mjög oft Rice crispies-kökur í afmæli barnanna minna og hef ég notað uppskrift sem er búin að fylgja mér frá því ég var barn.“ Meira »

Dökkar súkkulaði- og piparmintusmákökur

23.11. Þessar dásamlegu smákökur ættu engan að svíkja enda er búið að nostra við þær með öllum ráðum. Dökkt Pipp-súkkulaði var sett í uppskriftina og var útkoman hreint stórkostleg. Meira »

Ómótstæðilegar blondínur með súkkulaði og hnetum

17.11. Já takk! Það er ekkert sem stoppar okkur í að smakka þessar blondínur og viljum við biðja um ískalt mjólkurglas með.  Meira »

Bragðgóðar eplamúffur með kókos

9.11. Múffur metta – múffur gleðja – múffur eru auðveldar að baka. Við bjóðum hér upp á girnilega uppskrift að eplamúffum með hnetum og kókos. Þetta er allt sem þú þarft inn í líf þitt þessa dagana. Meira »

Syndsamleg súkkulaðsprengja með jarðarberjum og pistasíuhnetum

28.10. Þessi dásemdar súkkulaðibaka er algjörlega ómótstæðileg enda kemur hún beint úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit. Meira »

Hjónabandssæla Kolbrúnar Pálínu

23.10. Kolbrún Pálína Helgadóttir verkefnastýra mætti með þessa dísætu og skemmtilegu hjónabandssælu í boð á dögunum en Kolbrún ákvað að gefa þessari klassísku sælu smá hressingu. Meira »

Gulrótarkaka með rjómaostakremi og saltkaramellu

14.10. Hér gefur að líta geggjaða gulrótarköku með kremi sem klikkar ekki. Það er nefnilega þannig að krem sem innihalda rjómaost eiga það til að vera betri en önnur krem... Meira »

Súkkalaðikaka með blautri miðju

13.10. Góð súkkulaðikaka stendur ætíð fyrir sínu - ekki síst ef höfundur hennar er sjálf Eva Laufey. Þessi uppskrifti ætti því engan að svíkja. Meira »

Sandkaka með gini og tonic

7.10. Gin og tonic fellur eflaust seint úr gildi og því ekki að nota það í baksturinn heima – til dæmis í nýbakaðri sandköku með glassúr? Meira »

Fjölskyldubomba Berglindar

7.10. Þessi kaka ætti að vera á hverju veisluborði. Hér er um að ræða sameiningartákn þjóðarinnar: allt það sem við elskum heitast þegar kemur að kökum. Um það þarf engar frekari umræður - njóti vel! Meira »

Volg brownie með snjókalli

8.12. Þetta er með því flottara sem sést hefur. Hér erum við með volga brownie köku og snjókall ofan á. Ef börnin eiga ekki eftir að elska þetta þá veit ég ekki hvað. Meira »

Hinar sívinsælu Svövu-Sörur

30.11. Kona nokkur hafði orð á því að sér þættu jólin alveg ómöguleg ef hún bakaði ekki sörur. Við hér á Matarvefnum erum hjartanlega sammála því og bökuðum því sexfalda uppskrift að þessu sinni. Meira »

Skúffukakan hennar Svövu

25.11. „Ég sit við eldhúsborðið með þriðja kaffibolla dagsins og er að fara í gegnum uppskriftir sem mig langar að prófa. Krakkarnir sofa alltaf fram yfir hádegi um helgar og mér þykir svo notalegt að læðast fram, kveikja á útvarpinu og byrja daginn rólega.“ Meira »

Rúgbrauð sem allir geta bakað

19.11. „Ef þið eruð að elda fisk þá er þessi uppskrift ekki að fara að tefja ykkur neitt þó þið ákveðið að henda í eitt svona brauð því það tekur ekki nema eins og fimm mínútur að henda í það og 30 mínútur að baka það.“ Meira »

Svona gerir þú allt öðruvísi marengsköku en þú átt að venjast

11.11. Hér gefur að líta ægifagra marengstertu sem lítur hreint allt öðruvísi út en við eigum að venjast en er ekki svo flókin. Það er Hjördís Dögg á mömmur.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift en það er alltaf gaman að sjá hvernig hægt er að leika sér með marengsinn. Meira »

Ómótstæðilegir hnetusmjörsbitar með pretzel

3.11. Enn ein sykursæta uppskriftin sem negld er á „to-do“-listann um helgina. Hér þarf ekkert að baka í ofni, bara að henda í skál og inn í kæli. Meira »

Súkkulaði- og berjabomba Gígju

25.10. „Þessi kaka er dásamlega góð og ekki skemmir það fyrir hvað hún er falleg. Æðisleg í veisluna og fyrir hvaða tilefni sem er.“ Meira »

Bounty tertan sem sigraði eftirréttakeppnina

20.10. Þessi snilldar terta hefur til að bera flest það sem góða köku þarf að prýða. Enda sigraði hún eftirréttakeppni Nettó og Matarvefsins og er vel að því komin. Meira »

Jóhanna mætti með rósettur á kvenfélagsfund

13.10. Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson, sjentilmenn og mannasiðameistarar með meiru, mættu á fund hjá Kvenfélagi Reyðarfjarðar og héldu skemmtilegan fyrirlestur. Að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar og það var Jóhanna Sigfúsdóttir sem mætti með rósettur með rjómasalati. Meira »

Brauðbollurnar sem aldrei klikka

8.10. Það er svo geggjað að fá nýbakaðar bollur um helgar, sama hvað tímanum líður. Heitar brauðbollur með öllum þeim áleggjum sem hugurinn girnist – eða bara smjöri og osti sem smakkast oftast langbest. Meira »

Draumasúkkulaðikaka a la Nicolas Vahé

7.10. Súkkulaðikaka er ekki bara súkkulaðikaka og þegar hún er bökuð úr súkkulaðitrufflum, lakkrís og saltkarmelu þá er ekki hannað hægt en að taka þátt í gleðinni. Meira »

Súrdeigsbrauð með einstakri bragðbót

3.10. Það er ástæða fyrir því að súrdeigsbrauð eru jafnvinsæl og raun ber vitni. Þau er í senn bráðholl og einstaklega bragðgóð en það er ekki hlaupið að því að baka þau – eða svona þannig því vissulega er hægt að ná góðum tökum á því eins og Hanna hefur gert. Meira »