Bakstur

Ómótstæðilegur Dísudraumur með smá tvisti

15.9. Hver elskar ekki gömlu góðu hnallþóruna sem gengið hefur undir nanfinu Dísudraumur eða Draumkaka svo áratugum skiptir. Þessi kaka á sér mikilvægan sess í tertuvitund þjóðarinnar og María Gomez á Paz.is segir að þessi kaka hafi ávalt verið ein af hennar uppáhalds. Meira »

Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka

15.9. Það er svo allt í þessari uppskrift sem hleypir munnkirtlunum af stað. Má bjóða ykkur uppskrift að Snickers ostaköku sem þarf ekki að baka og má auðveldlega gera deginum áður. Meira »

Er bollakökublómvöndur nýjasta æðið?

14.9. Hversu tryllt væri að hafa bollakökuvönd á borðinu í næsta afmæli, fermingu eða brúðkaupi? Það er sáraeinfalt í framkvæmd og kemur öllum skemmtilega á óvart. Meira »

Kanelsnúðadraumur sem enginn fær staðist

13.9. Nýbakaðir snúðar og mjólkurglas senda mann með hraði aftur í tímann – kanelsnúðar hafa verið bakaðir á öðru hverju heimili í áratugi og falla aldrei úr tísku. Meira »

Snúðar sem vekja alls staðar lukku

4.9. Hvort sem þú bakar þessa fyrir heimilisfólkið, bekkjarafmælið eða mætir með í vinnuna, þá ertu alltaf að gleðja. Mjúkir snúðar sem koma verulega á óvart. Meira »

Bestu brauðbollur í heimi

2.9. Ef þið viljið baka algjörlega skothelt brauð sem er súper einfalt og fáránlega gott á bragðið, þá mæli ég með þessum dýrindisbollum. Þessar eru langbestar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum. Algjört dúndur! Meira »

Kakan sem enginn heldur vatni yfir

31.8. Þriggja laga súkkulaðikaka með saltkaramellu og poppi verður seint toppuð kræsing. Það er alveg á hreinu að þessi fær 5 stjörnur af fimm mögulegum – algjör draumur. Meira »

Gómsæt bananakaka með kanil og súkkulaði

22.8. Maður fær sjaldan leið á bananakökum og það er undantekning ef hún fellur ekki í kramið hjá einhverjum í fjölskyldunni. Bananar, kókos og súkkulaði – þríeyki sem klikkar seint. Meira »

Konfektkaka af gamla skólanum

18.8. Hver man ekki eftir gömlu góðu konfekttertunum sem gerðu hvert boð að hátíðarveislu. Hér gefur að líta uppskrift að einni slíkri en það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að sköpuninni. Meira »

Döðlukaka með heitri karamellusósu

17.8. Döðlukakan frá GOTT hefur fyrir löngu öðlast heimsfrægð á Íslandi enda með afbrigðum bragðgóð og dásamleg. Nú hefur Matarvefnum áskotnast uppskriftin sem við deilum að sjálfsögðu með okkar ástkæru lesendum. Njótið vel! Meira »

Súkkulaðismákökugígar frá Omnom

10.8. Fyrir rúmu ári síðan bjó súkkulaðigerðarmaðurinn Kjartan Gíslason hjá Omnom til súkkulaði sem var innblásið af litadýrð og fjölbreytileika Hinsegin daga. Súkkulaðið var upprunanlega einungis framleitt í takmörkuðu upplagi með 100 prósent stuðningi við Hinsegin daga en vegna mikilla vinsælda um heim allan er Caramel+Milk komið til að vera. Meira »

Ofureinföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkríssmjörkremi

4.8. Brownie með góðu smjörkremi er mögulega eitt það frábærasta sem hægt er að fá sér í gogginn á góðum degi. Hér gefur að líta smjörkrem sem er með lakkrísdufti og sírópi frá sjálfum Johan Bulow og það er þess virði að prófa það. Meira »

Þrusugóðir kanilsnúðar fyrir útileguna

31.7. Það er fátt sem toppar það að mæta með heimabakað í sumarbústaðinn eða útileguna. Eiginlega ætti að það að vera skylda! Fyrir þá sem vilja slá í gegn og uppskera ótakmarkaða aðdáun ferðafélaganna þá er þessi uppskrift algjörlega skotheld. Meira »

Einföld en ómótstæðileg súkkulaðifreisting

24.7. Hér gefur að líta eftirrétt sem er svo girnilegur að annað eins hefur vart sést. Ef þið eruð ekki viss er best að horfa á myndbandið en þessi snilld er einn af Hraðréttum Matarvefsins sem við erum svo ógnar stolt af. Meira »

Alvöru Royalista-kaka

18.7. Þessi dásemdarsumarterta er úr smiðju Nönnu Rögnvaldar sem segist hafa gefist upp á því að bíða eftir sumrinu. Kakan sé algjört sælgæti en sjálf elski hún fersk ber og Royal-búðingsduft. Meira »

Vöfflurnar sem Svava segir að séu bestar

17.7. Vöfflur jaðra við trúarbrögð hér á landi og á dögunum birti Matarvefurinn uppskrift að sænskum vöfflum sem var að finna á Skrímslasafninu á Bíldudal og voru þær stórkostlegar. Meira »

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni

13.7. Það er fátt betra en að vera heima og baka og ilmurinn sem kemur af þessum dásamlegu pítsasnúðum er dásamlegur. Það er Eva Laufey sem á þessa uppskrift og það er ekki annað hægt en að freista þess að leika þetta eftir. Meira »

Ofureinfaldar og undurfagrar bollakökur

1.9. Það er bara eitthvað við Kinder Bueno sem gerir það að verkum að það er einstaklega erfitt að hætta að slafra því í sig þegar maður byrjar. Því fannst mér tilvalið að búa til Kinder Bueno-bollakökur sem eru stútfullar af þessu ávanabindandi súkkulaði. Meira »

Mjúk bananakaka með kakóskyrkremi

29.8. Þegar þig þyrstir í eitthvað sætt með fullt af kaloríum en samviskan á öxlinni segir þér annað – þá er þetta kakan fyrir þig. Meira »

Girnileg bláberjabaka með mascarpone-kremi

19.8. Gjöriði svo vel, það er komin bláberjabaka á borðið og þessi er með súkkulaði og mascarpone-kremi.  Meira »

Smjördeigssnúðar með pestó

17.8. Ostur, pestó og smjördeig – það gerist varla betra. Smjördeigssniglar með pestó gefa okkur vatn í munninn og þessir eru einfaldir í framkvæmd. Meira »

Svona fjarlægir þú eggjaskurn úr deigi

14.8. Við höfum öll lent í því að fá eggjaskurn í deigið, reynum að veiða hana upp með skeið eða öðru og skurnin felur sig bara dýpra í því sem á að verða ljúffeng kaka. Meira »

Bragðgóðir Bounty-bitar

9.8. Kókos og súkkulaði vekur oftar en ekki mikla lukku hjá flestum og það ekki að ástæðulausu, enda ná þessi tvö hráefni einkar vel saman. Meira »

Sjúklega girnilegar pizzuustangir í útileguna

1.8. Það er fátt snjallara í undirbúningi stærstu ferðahelgar ársins en að skella í smávegis heimabaskstur og þessar dásemdarpítsustangir eru með því snjallara sem hægt er að grípa með. Meira »

Vinsæl og veit af því

26.7. Sumar bombur eru þess eðlis að fólk hreinlega stendur á öndinni af hrifningu og finnur hjá sér knýjandi þörf til að deila dásemdinni með umheiminum. Þessi elska hefur ekki farið varhluta af fylgifiskum frægðarinnar enda hefur hún tröllriðið heimsbyggðinni undanfarin misseri og sér ekki fyrir endann á sigurför hennar. Meira »

Brownies sem breyta lífinu

21.7. Sumar kökur eru þess eðlis að þær breyta lífinu til hins betra... að minnsta kosti um stundarsakir. Þessar kökur tilheyra þeim flokki enda kemur ekkert annað til greina þegar þú blandar saman brúnkum og sykurpúðum. Meira »

Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

18.7. Bakarinn og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir veit fátt skemmtilegra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára afmæli dóttur hennar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veislan með fádæmum vel heppnuð og litrík. Nokkur ljóst er að afmælisdísin var hæstánægð með útkomuna enda ekki annað hægt þegar mamma leggur á sig að baka einhyrningakúk. Meira »

Nýjasta æðið í afmæliskökum

17.7. Það fer ekki fram hjá neinum sem hangir á samfélagsmiðlum að nýjasta æðið í afmæliskökubransanum er frekar svalt. Margir veigra sér þó við að baka svona köku en hér er skotheld uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotterí.is sem allir ættu að ráða við. Meira »

Einföld eplakaka í bolla

8.7. Það eru sjálfsagt flestir sem elska eplakökur enda eru þær einstaklega fullkomin fyrirbæri og bráðnauðsynlegar endrum og eins. Þessi uppskrift er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is og bregður hún á það snjalla ráð að baka hverja köku í bolla sem er afar lekkert. Meira »