Dýrðlegt bökudeig á 15 mínútum

Heimagert deig setur lúxussvip á bökuna.
Heimagert deig setur lúxussvip á bökuna. mbl.is/Pinterest

Eins freistandi og það er að skjótast út í búð og kaupa tilbúið bökudeig er fátt sem jafnast á við heimagert smjördeig sem bráðnar í munni. Margir mikla verkið eflaust fyrir sér en þessi uppskrift er sáraeinföld og fljótleg.

Dýrðlegt bökudeig á 15 mínútum

  • 3 bollar hveiti
  • 1 teskeið salt
  • 1/2 bolli smjör
  • 1/2 bolli smjörlíki
  • 1/2 bolli ískalt vatn

Aðferð:

  1. Takið stóra skál og blandið saman hveiti og salti. Passið að hafa smjörið og smjörlíkið kalt, það er lykilatriði til að deigið verði stökkt. Bætið smjörinu og smjörlíkinu saman við þar til blandan líkist grófri mylsnu, gott er að nota hendurnar en einnig má nota hrærivél, en gætið þess að blanda ekki of vel, það er í góðu lagi þó finnist klessur af smjöri inn á milli.
  2. Hrærið vatnið rólega saman við, í litlum skömmtum, og vinnið deigið þar til það rétt heldur sér saman. Ekki hnoða deigið um of. Dreifið dass af hveiti á borðið og skiptið deiginu í tvennt. Annar hlutinn fer undir bökufyllinguna og hinn yfir. 

  3. Fletjið deigin tvö út svo þau passi á um það bil 22 sentímetra stórt hringlaga eldfast mót, best er að það nái aðeins út fyrir brúnirnar. Leggið eitt deig á botninn í eldfasta mótið og ýtið létt í botninn og upp með brúnum. Mokið eftirlætisfyllingunni yfir og leggið svo seinna deigið yfir herlegheitin. Gott er að láta það ná niður fyrir deigið í botninum og klípa þau saman með fingrunum svo tolli vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert