Afmæli

Svona gerir þú allt öðruvísi marengsköku en þú átt að venjast

11.11. Hér gefur að líta ægifagra marengstertu sem lítur hreint allt öðruvísi út en við eigum að venjast en er ekki svo flókin. Það er Hjördís Dögg á mömmur.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift en það er alltaf gaman að sjá hvernig hægt er að leika sér með marengsinn. Meira »

Ómótstæðilegur brauðréttur með osti og parmaskinku

10.11. Hver elskar ekki brauðrétt sem er löðrandi í osti og skreyttur með parmaskinku?  Meira »

Eðlubrauðréttur sem tryllir gestina

9.11. Hvað gerist þegar hin stórkostlega eðla ákveður að fara í partí með hinum klassíska íslenska brauðrétt? Útkoman er hreint stórkostleg og það má fastlega búast við því að þessi brauðréttur - sem kallast nú formlega Eðla í rúllubrauði - muni slá í gegn enda foreldrar hans kjölfestan í íslenskri matarmenningu. Meira »

Draumakakan er fundin: Kókosbolluostakaka

4.11. Kókosbollur hafa löngum skipað sér sess sem séríslenskt sælgæti sem á engan sinn líka. Kókosbollur sjást víða í uppskriftum í ákaflega snjöllum búningi oft og tíðum en við erum ekki frá því að þessi útgáfa hér sé með þeim snjallari. Meira »

Hjördís skellti í Fortnite veislu

28.10. Það er nokkuð víst að einhverjir láta sig dreyma um að fá sitt eigið Fortnite-afmæli. Hér gefur að líta myndir og uppskriftir af frekar frábærri Fortnite-veislu sem haldin var á dögunum. Meira »

Syndsamleg súkkulaðsprengja með jarðarberjum og pistasíuhnetum

28.10. Þessi dásemdar súkkulaðibaka er algjörlega ómótstæðileg enda kemur hún beint úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit. Meira »

Súkkulaði- og berjabomba Gígju

25.10. „Þessi kaka er dásamlega góð og ekki skemmir það fyrir hvað hún er falleg. Æðisleg í veisluna og fyrir hvaða tilefni sem er.“ Meira »

Súkkalaðikaka með blautri miðju

13.10. Góð súkkulaðikaka stendur ætíð fyrir sínu - ekki síst ef höfundur hennar er sjálf Eva Laufey. Þessi uppskrifti ætti því engan að svíkja. Meira »

Fjölskyldubomba Berglindar

7.10. Þessi kaka ætti að vera á hverju veisluborði. Hér er um að ræða sameiningartákn þjóðarinnar: allt það sem við elskum heitast þegar kemur að kökum. Um það þarf engar frekari umræður - njóti vel! Meira »

Lúxus smáskúffa - eina ráðið gegn haustlægðinni

28.9. Í mígandi rigningu og andlegri lægð þýðir stundum ekkert annað en að baka alvöru súkkulaðiköku. Mér finnst súkkulaðikaka ekki vera súkkulaðikaka nema að í henni sé alvöru súkkulaði hvort sem er í kökunni eða kreminu, segir meistari Tobba Marínós um þessa afurð sína sem hún kýs að kalla lúxús smáskúffu - hvað sem það nú þýðir. Meira »

Ómótstæðilegur Dísudraumur með smá tvisti

15.9. Hver elskar ekki gömlu góðu hnallþóruna sem gengið hefur undir nanfinu Dísudraumur eða Draumkaka svo áratugum skiptir. Þessi kaka á sér mikilvægan sess í tertuvitund þjóðarinnar og María Gomez á Paz.is segir að þessi kaka hafi ávalt verið ein af hennar uppáhalds. Meira »

Stórtíðindi frá finnska merkinu Iittala

10.9. Það er óþarfi að kynna Iittala eitthvað frekar en ein þekktasta vörulína þeirra, Ultima Thule, fagnar 50 ára afmæli í ár og af því tilefni er hún framleidd í lit – eitthvað sem aldrei hefur sést áður. Meira »

Mjúk bananakaka með kakóskyrkremi

29.8. Þegar þig þyrstir í eitthvað sætt með fullt af kaloríum en samviskan á öxlinni segir þér annað – þá er þetta kakan fyrir þig. Meira »

Ofureinföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkríssmjörkremi

4.8. Brownie með góðu smjörkremi er mögulega eitt það frábærasta sem hægt er að fá sér í gogginn á góðum degi. Hér gefur að líta smjörkrem sem er með lakkrísdufti og sírópi frá sjálfum Johan Bulow og það er þess virði að prófa það. Meira »

Alvöru Royalista-kaka

18.7. Þessi dásemdarsumarterta er úr smiðju Nönnu Rögnvaldar sem segist hafa gefist upp á því að bíða eftir sumrinu. Kakan sé algjört sælgæti en sjálf elski hún fersk ber og Royal-búðingsduft. Meira »

Nýjasta æðið í afmæliskökum

17.7. Það fer ekki fram hjá neinum sem hangir á samfélagsmiðlum að nýjasta æðið í afmæliskökubransanum er frekar svalt. Margir veigra sér þó við að baka svona köku en hér er skotheld uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotterí.is sem allir ættu að ráða við. Meira »

Súkkulaðimuffins með besta kremi í heimi

7.7. Krem er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli. Sæmileg kaka getur orðið að sælgæti ef kremið er almennilegt og að sama skapi getur frábær kaka misheppnast algjörlega ef kremið er vont. Meira »

Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

27.10. Stundum rekumst við á uppskriftir sem eru þess eðlis að þær verður að prófa. Þessi brauðréttur er í þessum flokki en höfundur uppskriftarinnar segir að það sé ekki nokkur leið að sannfæra fólk um ágæti þessa réttar - það verði hreinlega að smakka hann. Meira »

Gulrótarkaka með rjómaostakremi og saltkaramellu

14.10. Hér gefur að líta geggjaða gulrótarköku með kremi sem klikkar ekki. Það er nefnilega þannig að krem sem innihalda rjómaost eiga það til að vera betri en önnur krem... Meira »

Linda Ben hélt ógleymanlegt afmæli

10.10. Linda Ben hélt fimm ára afmæli sonar síns hátíðlegt á dögunum og þar sem sá litli er forfallinn Legó-aðdáandi vildi hann ólmur hafa Star Wars-þema og Star Wars-kalla á kökunni. Linda valdi svartan og hvítan lit og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var veislan upp á tíu! Meira »

Hrekkjavökukakan 2018

2.10. Það fer að bresta á með hrekkjavöku en eins og meðvitaðir foreldrar vita þá eru nákvæmlega 29 dagar til stefnu (á mínu heimili hefur verið talið niður í 336 daga). Meira »

Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

23.9. Ef þetta er ekki kaka sem nauðsynlegt er að prófa þá veit ég ekki hvað. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Guðmunds sem alla jafna er snillingurinn á bak við Gulur, rauður, grænn og salt. Kakan kemur úr bókinni hennar sem kom út um síðustu jól og þótti frábær. Meira »

Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka

15.9. Það er svo allt í þessari uppskrift sem hleypir munnkirtlunum af stað. Má bjóða ykkur uppskrift að Snickers ostaköku sem þarf ekki að baka og má auðveldlega gera deginum áður. Meira »

Kakan sem enginn heldur vatni yfir

31.8. Þriggja laga súkkulaðikaka með saltkaramellu og poppi verður seint toppuð kræsing. Það er alveg á hreinu að þessi fær 5 stjörnur af fimm mögulegum – algjör draumur. Meira »

Konfektkaka af gamla skólanum

18.8. Hver man ekki eftir gömlu góðu konfekttertunum sem gerðu hvert boð að hátíðarveislu. Hér gefur að líta uppskrift að einni slíkri en það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að sköpuninni. Meira »

Vinsæl og veit af því

26.7. Sumar bombur eru þess eðlis að fólk hreinlega stendur á öndinni af hrifningu og finnur hjá sér knýjandi þörf til að deila dásemdinni með umheiminum. Þessi elska hefur ekki farið varhluta af fylgifiskum frægðarinnar enda hefur hún tröllriðið heimsbyggðinni undanfarin misseri og sér ekki fyrir endann á sigurför hennar. Meira »

Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

18.7. Bakarinn og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir veit fátt skemmtilegra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára afmæli dóttur hennar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veislan með fádæmum vel heppnuð og litrík. Nokkur ljóst er að afmælisdísin var hæstánægð með útkomuna enda ekki annað hægt þegar mamma leggur á sig að baka einhyrningakúk. Meira »

Einföld eplakaka í bolla

8.7. Það eru sjálfsagt flestir sem elska eplakökur enda eru þær einstaklega fullkomin fyrirbæri og bráðnauðsynlegar endrum og eins. Þessi uppskrift er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is og bregður hún á það snjalla ráð að baka hverja köku í bolla sem er afar lekkert. Meira »

Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu

22.6. Steypujárn hefur fyrir löngu sannað sig sem algjört snilldarfyrirbæri sem hægt er að nota í nánast allt tengt matargerð. Hér er Svava Gunnars á Ljúfmeti með uppskrift að súkkulaðiköku sem hún bakar í steypujárnspönnu. Meira »