Afmæli

Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

í fyrradag Ef þetta er ekki kaka sem nauðsynlegt er að prófa þá veit ég ekki hvað. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Guðmunds sem alla jafna er snillingurinn á bak við Gulur, rauður, grænn og salt. Kakan kemur úr bókinni hennar sem kom út um síðustu jól og þótti frábær. Meira »

Ómótstæðilegur Dísudraumur með smá tvisti

15.9. Hver elskar ekki gömlu góðu hnallþóruna sem gengið hefur undir nanfinu Dísudraumur eða Draumkaka svo áratugum skiptir. Þessi kaka á sér mikilvægan sess í tertuvitund þjóðarinnar og María Gomez á Paz.is segir að þessi kaka hafi ávalt verið ein af hennar uppáhalds. Meira »

Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka

15.9. Það er svo allt í þessari uppskrift sem hleypir munnkirtlunum af stað. Má bjóða ykkur uppskrift að Snickers ostaköku sem þarf ekki að baka og má auðveldlega gera deginum áður. Meira »

Stórtíðindi frá finnska merkinu Iittala

10.9. Það er óþarfi að kynna Iittala eitthvað frekar en ein þekktasta vörulína þeirra, Ultima Thule, fagnar 50 ára afmæli í ár og af því tilefni er hún framleidd í lit – eitthvað sem aldrei hefur sést áður. Meira »

Kakan sem enginn heldur vatni yfir

31.8. Þriggja laga súkkulaðikaka með saltkaramellu og poppi verður seint toppuð kræsing. Það er alveg á hreinu að þessi fær 5 stjörnur af fimm mögulegum – algjör draumur. Meira »

Mjúk bananakaka með kakóskyrkremi

29.8. Þegar þig þyrstir í eitthvað sætt með fullt af kaloríum en samviskan á öxlinni segir þér annað – þá er þetta kakan fyrir þig. Meira »

Ofureinföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkríssmjörkremi

4.8. Brownie með góðu smjörkremi er mögulega eitt það frábærasta sem hægt er að fá sér í gogginn á góðum degi. Hér gefur að líta smjörkrem sem er með lakkrísdufti og sírópi frá sjálfum Johan Bulow og það er þess virði að prófa það. Meira »

Alvöru Royalista-kaka

18.7. Þessi dásemdarsumarterta er úr smiðju Nönnu Rögnvaldar sem segist hafa gefist upp á því að bíða eftir sumrinu. Kakan sé algjört sælgæti en sjálf elski hún fersk ber og Royal-búðingsduft. Meira »

Nýjasta æðið í afmæliskökum

17.7. Það fer ekki fram hjá neinum sem hangir á samfélagsmiðlum að nýjasta æðið í afmæliskökubransanum er frekar svalt. Margir veigra sér þó við að baka svona köku en hér er skotheld uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotterí.is sem allir ættu að ráða við. Meira »

Súkkulaðimuffins með besta kremi í heimi

7.7. Krem er eitthvað sem skiptir ótrúlega miklu máli. Sæmileg kaka getur orðið að sælgæti ef kremið er almennilegt og að sama skapi getur frábær kaka misheppnast algjörlega ef kremið er vont. Meira »

Afmælisboðið sem verður aldrei toppað

20.6. Svei mér þá... sumt fólk (nefni engin nöfn á þessu stigi málsins) er svo flinkt að baka að okkur hinum (nefni engin nöfn) liggur við aðsvifi af aðdáun. Meira »

Afmæliskakan sló í gegn

1.6. Hvaða dreng dreymir ekki um sína eigin ofurhetju-afmælisköku? Reynir Leó fékk ósk sína uppfyllta á dögunum þegar hann hélt upp á fimm ára afmæli sitt. Meira »

Einföld og ómótsætðileg ostakaka Nigellu

20.5. Þetta er ekki hin hefðbundna ostakaka sem krefst þolinmæði og töluverðs tíma. Þvert á móti er hún fersk, einföld, fljótlegt og umfram allt... ómótstæðilega bragðgóð. Meira »

Anna Jia haslar sér völl sem bakari

14.5. Það er fátt skemmtilegra en að dást að fallegum kökum og það er af nógu af taka. Anna Jia hefur hingað til ekki verið þekktust fyrir bakstur sinn en það er mögulega að breytast. Meira »

Ekta amerísk eplabaka

5.5. Það vekur alla jafna mikla gleði hjá vinum og vandamönnum þegar þessi er borin á borð, enda fátt sem gleður bragðlaukana eins og vel heppnuð eplabaka. Meira »

Skælbrosandi í kanilsnúða-sykurvímu

25.4. Lilja Katrín er afskaplega flink að baka og það er násta gefið að uppskrift frá henni verður bökuð og svo situr maður í sykurvímu næstu daga á eftir - en skælbrosandi. Meira »

Bláberjafylltar bollakökur

14.4. Þetta er fullkominn dagur til baksturs og hví ekki að skella í þessar bláberjafylltu elskur. Merkilega auðveldar og við allra hæfi. Þessar eiga svo sannarlega eftir að hitta í mark. Meira »

Konfektkaka af gamla skólanum

18.8. Hver man ekki eftir gömlu góðu konfekttertunum sem gerðu hvert boð að hátíðarveislu. Hér gefur að líta uppskrift að einni slíkri en það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að sköpuninni. Meira »

Vinsæl og veit af því

26.7. Sumar bombur eru þess eðlis að fólk hreinlega stendur á öndinni af hrifningu og finnur hjá sér knýjandi þörf til að deila dásemdinni með umheiminum. Þessi elska hefur ekki farið varhluta af fylgifiskum frægðarinnar enda hefur hún tröllriðið heimsbyggðinni undanfarin misseri og sér ekki fyrir endann á sigurför hennar. Meira »

Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

18.7. Bakarinn og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir veit fátt skemmtilegra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára afmæli dóttur hennar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veislan með fádæmum vel heppnuð og litrík. Nokkur ljóst er að afmælisdísin var hæstánægð með útkomuna enda ekki annað hægt þegar mamma leggur á sig að baka einhyrningakúk. Meira »

Einföld eplakaka í bolla

8.7. Það eru sjálfsagt flestir sem elska eplakökur enda eru þær einstaklega fullkomin fyrirbæri og bráðnauðsynlegar endrum og eins. Þessi uppskrift er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is og bregður hún á það snjalla ráð að baka hverja köku í bolla sem er afar lekkert. Meira »

Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu

22.6. Steypujárn hefur fyrir löngu sannað sig sem algjört snilldarfyrirbæri sem hægt er að nota í nánast allt tengt matargerð. Hér er Svava Gunnars á Ljúfmeti með uppskrift að súkkulaðiköku sem hún bakar í steypujárnspönnu. Meira »

Gamla góða Baby Ruth-tertan með smá tvisti

7.6. Gamla góða Baby Ruth-tertan á sér öruggan stað í hjörtum þjóðarinnar enda hefur þessi dásemdarhnallþóra fylgt okkur nokkuð lengi. Meira »

Ingibjörg Anna kom, sá og sigraði

21.5. Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson voru sérlegir dómarar kvenfélagskvenna í Grundarfirði á dögunum. Af mörgum góðum kökum sem boðið var upp á stóð þessi upp úr að sögn Alberts og bar sigur úr býtum. Meira »

Vanillukaka fyrir veisluna

17.5. Ég viðurkenni fúslega að ég er með töluvert "naked cake"-blæti en fyrir þá sem eru ekki alveg með tungutakið á hreinu eru slíkar kökur þannig að það sést í kökuna sjálfa, það er að segja kakan er ekki fullhjúpuð með kremi. Meira »

Himnesk súkkulaðikaka með Beileys-ganache

6.5. Ef það er eitthvað sem þjóðarsálin þarfnast þessa stundina þá er það ljúffeng kaka. Þessi súkkulaðidásemd með Baileys ganache er þess eðlis að hjartað tekur aukakipp af gleði og tilveran verður töluvert bjartari. Meira »

Dýrðlegt bökudeig á 15 mínútum

2.5. Eins freistandi og það er að skjótast út í búð og kaupa tilbúið bökudeig er fátt sem jafnast á við heimagert smjördeig sem bráðnar í munni. Meira »

Múffur með kókos og banönum

24.4. Þessar múffur ættu að slá í gegn á einhverjum heimilum enda framúrskarandi blanda af góðgæti þar á ferð. Svo má færa sannfærandi rök fyrir því að þær séu bráðhollar enda stútfullar af ávöxtum alls kyns fíneríi. Meira »

Guðdómleg gulrótakaka með vanillu og púðursykursmjörkremi

8.4. Gulrótakökur eru í miklu uppáhaldi hjá flestum og við leyfum okkur að fullyrða að þessi sprengi alla skala.  Meira »