Brauðrétturinn sem er að gera allt vitlaust

mbl.is/María Gomez

Þessi brauðréttur mun mögulega brjóta blað í íslenskri brauðréttahefð. Hér eum við að tala um löðrandi ost og alls konar annað góðgæti sem í sameiningu ættu að valda yfirliði. 

Það er nefnilega fátt skemmtilegra en nýjar útgáfur af brauðréttum því við skulum bara horfast í augu við staðreyndir: Það er fátt betra en góður brauðréttur.

Það er María Gomez sem á heiðurinn að þessari snilld en matarbloggið hennar er hægt að nálgast R.

mbl.is/María Gomez

Brauðrétturinn sem er að gera allt vitlaust

  • 1 piparostur
  • 1 mexico-ostur
  • ca. 100 gr. rjómaostur
  • 4-5 dl matreiðslurjómi
  • 1 box af sveppum (250 gr.)
  • 100 gr. pepperoni
  • 1 beikonbréf
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 1/2 fransbrauð, tætt niður
  • Ananasdós
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Ostarnir og rjóminn eru sett í pott og brædd, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
  2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
  3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
  4. Ananas skorinn smátt og stráð yfir allt saman.
  5. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
  6. Að lokum er rifnum osti stráð yfir allt og gott er að setja ögn af paprikudufti yfir.
  7. Bakað í ofni við 200°C í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til allt er orðið gullinbrúnt.
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert