Brauðréttur

Kjúklingarétturinn sem slær alltaf í gegn

14.12. Góðir kjúklingaréttir eru gulli betri og þessi réttur er sérlega vinsæll og ómissandi í allar veislur og afmæli. Hann kemur úr smiðju tengdamóður Berglindar Hreiðars á Gotteri & gersemum og segir Berglind að hann slái alltaf í gegn. Meira »

Brauðrétturinn sem er að gera allt vitlaust

29.11. Þessi brauðréttur mun mögulega brjóta blað í íslenskri brauðréttahefð. Hér erum við að tala um löðrandi ost og alls konar annað góðgæti sem í sameiningu ættu að valda yfirliði. Meira »

Ómótstæðilegur brauðréttur með osti og parmaskinku

10.11. Hver elskar ekki brauðrétt sem er löðrandi í osti og skreyttur með parmaskinku?  Meira »

Eðlubrauðréttur sem tryllir gestina

9.11. Hvað gerist þegar hin stórkostlega eðla ákveður að fara í partí með hinum klassíska íslenska brauðrétt? Útkoman er hreint stórkostleg og það má fastlega búast við því að þessi brauðréttur - sem kallast nú formlega Eðla í rúllubrauði - muni slá í gegn enda foreldrar hans kjölfestan í íslenskri matarmenningu. Meira »

Beikonbrauðréttur sem bræðir hjörtu

3.11. Öll elskum við góðan brauðrétt og þessi hér ætti ekki að svíkja neinn. Beikonbragðið tónar hérna fullkomlega við karrí og epli. Hjördís Dögg á mömmur.is slær ekki feilnótu fremur en fyrri daginn. Meira »

Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

27.10. Stundum rekumst við á uppskriftir sem eru þess eðlis að þær verður að prófa. Þessi brauðréttur er í þessum flokki en höfundur uppskriftarinnar segir að það sé ekki nokkur leið að sannfæra fólk um ágæti þessa réttar - það verði hreinlega að smakka hann. Meira »

Mexíkóbrauðrétturinn sem tryllti lýðinn

24.3. Mexíkóar hafa hingað til ekki þótt mikilir afreksmenn á sviði brauðréttagerðar en það er mögulega að breytast. Hin eina sanna Tobba Marínósdóttir, virðulegur ritstjóri Matarvefsins, tefldi fram þessum etníska meistaraverki í brautertueinvígi aldarinnar og uppskar mikið lof fyrir. Meira »

Brauðrétturinn sem þjóðin elskar

17.3. Brauðréttir eru mikil og merkileg trúarbrögð. Engin veisla er fullkomin án þeirra og helst má engu breyta ellegar getur veislan verið argasta klúður. Meira »

Brauðrétturinn sem sló í gegn

29.7.2017 Það er eitt sem víst er: Íslendingar elska brauðrétti og hjá mörgum er hann nánast trúarbrögð. Hinn hefðbundni skinku- og aspasréttur er klassískur og svo má ekki gleyma hvers kyns útfærslum sem fela í sér rækjur en margir eru sólgnir í þær. Meira »

Camembert brauðréttur sem slær í gegn

23.5. Þessi brauðréttur er afskaplega klassískur og góður og slær pottþétt í gegn - að minnsta kosti fullyrðir Berglind það.   Meira »

Súrdeigsbrauðréttur með osta- og beikonfyllingu

18.3. Við höldum áfram með brauðréttaeinvígið ógurlega þar sem ritstjórn Matarvefjarins galdraði fram girnilega brauðrétti í leitinni að besta brauðrétti í heimi. Meira »

Ómótstæðilegur ofnbakaður „texmex“-réttur

9.12.2017 Hér gefur að líta brauðrétt sem mun 100% slá í gegn í næsta boði enda erum við að tala um farsælan samruna hins íslenska brauðréttar og texmex en flestir elska góða mexíkóska bragðblöndu. Meira »