Ómótstæðilegt texmex

mbl.is/aldberteldar.com

Það er fátt skemmtilegra en þegar Albert Eiríksson eldar nema þá ef vera skyldi þegar gestabloggararnir hans mæta á svæðið. Hér gefur að líta brauðrétt sem mun 100% slá í gegn í næsta boði enda erum við að tala um farsælan samruna hins íslenska brauðréttar og texmex en flestir elska góða mexíkóska bragðblöndu.

Í ofanálag er rétturinn merkilega auðveldur þannig að þetta er alslemma!

Texmex heitur réttur í ofni

  • 250 gr. Texmex-smurostur
  • 3 dl rjómi
  • 1/2 teningur af kjúklingakrafti
  • Hitað saman í potti þangað til osturinn er uppleystur
  • 9 brauðsneiðar í teningum settar í eldfast mót og ostasósan sett yfir þar ofan á
  • 400 gr. skinka, brytjuð
  • 100 gr. pepperóni, skorið
  • 100 gr. rifinn ostur

Setjið skinku, pepperóni og loks rifinn ost yfir og bakið við 160°C í 15 mín.

mbl.is