Brauðrétturinn sem mun breyta lífi þínu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Brauðréttir eru ein af undirstöðufæðutegundum þessarar þjóðar. Til að brauðréttur teljist vel heppnaður þarf hann að fylgja ákveðnum hefðum og þessi hér að neðan gerir það svo sannarlega. Í honum er notast við púrrulaukssúpuduft sem hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni, svo miklu reyndar að framleiðendur hennar í Noregi hafa furðað sig á óvenju háum sölutölum héðan. Það er engin önnur en Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí.is sem á heiðurinn af þessari uppskrift.

Heitur púrrulauksbrauðréttur

  • ½ fransbrauð
  • 1 lítill brokkólíhaus
  • 1 stk. paprika
  • ½ púrrulaukur
  • 1 pk. TORO púrrulaukssúpa
  • 500 ml rjómi
  • 300 ml vatn
  • 200 g skinka
  • 1 stk. brie-ostur
  • Rifinn ostur
  • Smjör og olía
  • Salt, pipar og hvítlauksduft

Aðferð:

  1. Smyrjið eldfast mót vel með smjöri og skerið skorpuna af brauðinu.
  2. Þekið botninn vel með brauði og geymið restina af sneiðunum þar til síðar.
  3. Skerið brokkólí í munnstóra bita og saxið papriku og púrrulauk. Steikið brokkólí í olíu og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti. Þegar það byrjar að brúnast má setja eins og 5 msk. af vatni á pönnuna og leyfa því að gufa upp (þannig mýkist kálið).
  4. Bætið þá lauk og papriku saman við ásamt meiri olíu og kryddið til.
  5. Dreifið grænmetisblöndunni yfir brauðið í botninum og útbúið sósuna á meðan á pönnunni.
  6. Hrærið púrrulauksduftinu saman við rjómann og vatnið og hrærið vel þar til þykkist, takið þá af hellunni.
  7. Skerið brie-ostinn í litla bita ásamt skinkunni. Dreifið því óreglulega yfir grænmetið ásamt restinni af brauðinu (rífið það niður).
  8. Því næst má hella sósunni yfir allt saman og rífa vel af osti yfir.
  9. Bakið síðan við 180°C í um 30 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert