Bakaði Betty með jólaöli

mbl.is/Kristín Tinna

Við höfum heyrt því hvíslað að hægt sé að skipta út eggjum í Betty Crocker með því að setja kókdós í staðinn. Hjómar galið en virkar. Kristín Tinna Ara er mikill frumkvöðull í Bettyfræðum og í gær ákvað hún að skella í eina Jóla-Betty - og notaði jólaöl í staðinn fyrir kók... eða egg.

Fyrir vikið verður Betty snar-vegan þannig að þetta er hin fullkomna lausn fyrir þá sem þurfa að taka á móti vegan ættingjum um hátíðarnar og vita ekkert hvað skuli bjóða þeim upp á.

En hvernig bragðaðist Jóla-Betty?

Að sögn Kristínar Tinnu var hún til fyrirmyndar. Jólabragðið ruddist svo sem ekkert í gegn en það er engu að síður afskaplega lekkert að geta sagt í góðu boði að Betty-in innihaldi jólaöl. Það gefur henni auka dýpt og það lítur út fyrir að þú hafir lagt töluverða hugsun í eftirréttinn.

Kristín sagðist hafa mulið piparkökur yfir og með þeirri fullvissu að kakan innihéldi nú bæði jólaöl og piparkökur má með sanni halda því fram að þetta sé jólakakan í ár.

Betty Crocker með jólaöli

  • 1 Betty Crocker kökumix
  • 1 Betty kökukrem
  • 33 cl af jólaöli / 330ml

Mylja 2 piparkökur yfir til skrauts/bragðauka 23mín í ofni með undir og yfirhita, 180°

mbl.is/Kristín Tinna
mbl.is/Kristín Tinna
mbl.is/Kristín Tinna
Svo er hægt að nota tíman meðan kakan bakast til …
Svo er hægt að nota tíman meðan kakan bakast til að setja á sig hressandi maska. mbl.is/Kristín Tinna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert