Sjúkleg súkkulaðiðkaka með kaffiglassúr

mbl.is/Svava Gunnars

„Kakan er með æðislegum kaffikeim og ég mæli með að setja smá rommdropa í glassúrið. Það fer mjög vel saman við kaffibragðið. Ég setti hluta af glassúrinu yfir kökuna og bar restina af því fram í skál, fyrir þá sem vildu setja meira af því yfir kökuna. Það enduðu allir á að gera það.“

Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit sem á þessa snilld en eins og við vitum öll þá klikkar hún aldrei.

Súkkulaðiformkaka með kaffiglassúr (uppskrift frá Ida Gran Jansen)

  • 125 g sykur
  • 1 egg
  • 125 g hveiti
  • smá salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 50 g kakó
  • 1 dl mjólk
  • 3/4 dl uppáhellt kaffi
  • 2 msk rapsolía

Glassúr

  • 60 g smjör
  • 0.5 dl uppáhellt kaffi
  • 1/2 msk kakó
  • 250 g flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 5 dropar rommdropar (má sleppa)
  • 1 smá salt

Hitið ofninn í 175°og klæðið formkökuform með bökunarpappír. Setjið egg og sykur í hrærivél og þeytið saman á mesta hraða í 5 mínútur. Blandið saman hveiti, salti, matarsóda og kakói. Hrærið þurrefnunum í eggjablönduna ásamt kaffinu, mjólkinni og rapsolíunni. Setjið deigið í formið og bakið í 30-35 mínútur.

Glassúr:

Bræðið smjörið í potti og hrærið hinum hráefnunum saman við þar til blandan er slétt (flórsykurskekkir bráðna í hitanum, hrærið bara áfram þar til þeir eru horfnir). Þegar kakan kemur úr ofninum er stungið með hnífi um hana til að gera smá holur og glassúrnum síðan hellt yfir.

mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert