Skemmtileg hugmynd að borðkortum

Ódýr og frábær lausn á borðkortum.
Ódýr og frábær lausn á borðkortum. mbl.is/Frida Ramstedt

Brúðkaup, afmæli, ættarmót eða annað þar sem við kemur sætaskipan getur oft verið ruglandi og gleymist þar til á síðustu stundu. 

Hér er algjör óþarfi að hlaupa út í búð og spandera í pappír þegar hugmynd sem þessi liggur beint fyrir utan stofugluggann. Við mælum með að trítla út í garð og týna nokkur laufblöð, draga svo fram hvítan penna og skrifa nöfn gestanna á laufin. Það kemur ótrúlega skemmtilega út og mun algjörlega slá í gegn.

mbl.is/Frida Ramstedt
mbl.is