Rice Krispies kökur sem slá alltaf í gegn

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Ef einhver er meistari í partý- og veislumat þá er það Berglind okkar Hreiðars á Gotteri.is. Hér er hún með skothelda uppskrift að hrískökum sem eru mögulega það vinsælasta á veisluborðum landsmanna. En oft eru þær ekki alveg nógu góðar og þá er gott að hafa 100% uppskrift að styðjast við svo maður lendi ekki í ruglinu.

Það er nú gott að þessar dúllur eru ekki bara páskalegar heldur sumarlegar líka svo hér kemur uppskriftin fyrir ykkur og ég er ekki að grínast en það tekur svona 15 mínútur að útbúa þessi dásamlegheit!

Hrískökur með lakkrísívafi

  • 80 g smjör
  • 100 g 70% súkkulaði
  • 200 g rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti
  • 350 g sýróp (Lyle‘s)
  • Rice Krispies
  1. Bræðið saman smjör, báðar tegundir af súkkulaði og sýróp við meðalháan hita þar til þykk blanda hefur myndast.
  2. Leyfið blöndunni að „bubbla“ í um eina mínútu og takið þá af hitanum og leyfið að standa í um 10 mínútur.
  3. Bætið Rice Krispies saman við í litlum skömmtum og hrærið vel á milli. Gott er að hafa vel af súkkulaðiblöndu svo varist að setja of mikið Rice Krispies.
  4. Skiptið niður í pappaform og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert