Pítsan sem slær í gegn í næsta barnaafmæli

Þessar pizzustangir munu fara á vinsældarlistann hjá öllum í fjölskyldunni.
Þessar pizzustangir munu fara á vinsældarlistann hjá öllum í fjölskyldunni. mbl.is/Therecipecritic.com

Snilldin ein sem þessi uppskrift er! Pizza á priki er fullkomin í næsta barnaafmæli eða sem snarl yfir sjónvarpsglápi sem allir í fjölskyldunni munu elska. Hér er upplagt að prófa sig áfram með önnur hráefni eins og skinku, papriku, zucchini og bragðmikla osta.

Pizza á priki

 • Pizzadeig
 • Pepperóní
 • ¼ ósaltað smjör
 • ¾ tsk. hvítlaukssalt
 • 1 msk. fersk basilika, smátt söxuð
 • 1 bolli rifinn ostur
 • ¼ bolli parmesan-ostur
 • 1 bolli pizza sósa
 • Trépinnar

Aðferð:

 1. Bleytið trépinnana í vatni í sirka 30 mínútur eða notið stálpinna.
 2. Hitið ofninn í 200° og setjið álpappír á bökunarplötu og spreyið með bökunarspreyi.
 3. Fletjið pizzadeigið út. Blandið saman bræddu smjöri, hvítlaukssalti, parmesan og basiliku og penslið pizzadeigið með blöndunni.
 4. Skerið deigið í 2,5 cm þykkar ræmur.
 5. Setjið pepperóní á ræmurnar með góðu millibili og byrjið að vefja upp á pinnana þannig að pepperóníið stingist út á milli.
 6. Setjið pinnana á bökunarplötuna og smyrjið aftur með hvítlauksblöndunni. Bakið í 10-12 mínútur þar til deigið er orðið gyllt að lit.
 7. Takið úr ofninum og dreifið rifnum osti yfir og leyfið honum að bráðna. Látið aftur inn í ofn í nokkrar mínútur ef þörf er á að osturinn bráðni meira. Berið fram með pizzasósu.
mbl.is