Lúxus smáskúffa - eina ráðið gegn haustlægðinni

mbl.is/TM

„Í mígandi rigningu og andlegri lægð þýðir stundum ekkert annað en að baka alvöru súkkulaðiköku. Mér finnst súkkulaðikaka ekki vera súkkulaðikaka nema að í henni sé alvöru súkkulaði hvort sem er í kökunni eða kreminu,“ segir meistari Tobba Marínós um þessa afurð sína sem hún kýs að kalla lúxús smáskúffu - hvað sem það nú þýðir. 

„Þetta er sum sé lúxús súkkulaði-smáskúffa sem gefur þurru skúffukökunum  með grjótharða þunna glassúrnum langt nef. Já æska mín er lituð af lélegum skúffukökum í barnaafmælum þar sem jarðaber í dós þóttu lostæti og kók hentugt handa börnum. En nú er öldin önnur og er þessi elska bæði dúnmjúk og djúsí!“ 

Smá skúffa 

 • 1 boll­ar hrá­syk­ur eða kókossykur
 • 1 bolli hveiti 
 • 1/2  bolli ósætt kakó 
 • 3/4 tsk lyfti­duft 
 • 3/4 tsk mat­ar­sódi 
 • 1/2 tsk salt 
 • 1 egg 
 • 1/2 bolli mjólk 
 • 60 ml olía 
 • 1 tsk vani­lu­drop­ar 
 • 1/2 bolli soðið vatn

Aðferð:

 1. For­hitið ofn­inn í 175 gráður. 
 2. Smyrjið köku­mót í stærð 20x20 cm með smjöri eða olíu.
 3. Blandið saman sam­an sykri, hveiti, kakó, mat­ar­sóda, lyfti­dufti og salti. Hrærið þur­refn­un­um sam­an.
 4. Næst fara egg­in, mjólk, olí­an og vanill­an sam­an við. Hrærið þessu vel sam­an. Að lok­um fer vatnið sam­an við. Deigið verður nokkuð þunnt.
 5. Hellið deig­inu í formið og bakið 30 mín­út­ur. Gott er að nota prjón eða tann­stöng­ul til að stinga í kökuna. Hún er til­bú­in þegar prjón­inn kem­ur deig­laus út.
 6. Kælið kök­una í 10 mín­út­ur áður en gúmmelaðið er fjar­lægð úr mót­inu. Látið dúlluna kólna al­veg áður en kremið er sett á.

Súkkulaðikrem 

 • 100 g 70 % súkkulaði
 • 1 bolli smjör við stofuhita 
 • 2 msk rjómaostur (má sleppa)
 • 1/2 tsk salt 
 • 3 msk hreint kakó 
 • 2 bollar flórsykur - meira ef þú vilt þykkara krem 
 • 1 msk espresso (má sleppa)

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 2. Hrærið smjör og rjómaost saman uns kekkjalaust. 
 3. Setjið öll hin innihaldsefnin saman við og hrærið vel. 
 4. Bætið við flórsykri ef kremið er ekki nægilega þykkt. 
 5. Smyrjið á kökuna og njótið ásamt ískaldri mjólk.
mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is