Sykurlausar súkkulaðifreistingar Tobbu

mbl.is/TM

Ef einhver kann að galdra fram sykurlausar súkkulaðikræsingar er það Tobba Marinós en hún segist vart hafa undan að svara beiðnum örvæntingarfullra foreldra sem þrá ekkert heitar en að geta boðið upp á sykurlausan valkost fyrir krílin. Þar sem Tobba kallar ekki allt ömmu sína svaraði hún kallinu og hér gefur að líta útkomuna sem er hreint stórkostleg (og bragðast frábærlega).

Hér kemur uppskrift að súkkulaði sem hentar vel í lítil páskaeggjasilíkonmót fyrir þá sem vilja hollari egg.

Sykurlaus páskaegg

  • 100 g kakósmjör
  • 50 g kókosolia
  • 60 g hnetusmjör*
  • 60 g kakó (eða eftir smekk. Það er eftir því hve dökkt súkkulaðið á að vera)
  • Sæta að eigin vali - t.d stevía, hunang, döðlusíróp eða önnur sæta eftir smekk. Ég notaði 15 karamellustevíudropa og 2 msk. döðlusíróp.
  • Örlítið sjávarsalt

Aðferð:

Athugið Það má vel bæta við piparmintudropum ef vill. Nú eða salthnetum og/eða döðlubita.

Hnetusmjörið má vera venjulegt, möndlu, heslihnetu, nú eða það allra besta með kókos, döðlum og möndlum sem var að koma í verslanir (fæst í Nettó). Það er án viðbætts sykurs. Flippaða fólkið getur líka notað það sem fyllingu ef það vill gera kjarna í eggin.

Kakósmjörið og olían er brætt í vatnsbaði. Því næst fara hin innihaldsefnin saman við. Hrærið vel með gafli.

Hellið í mótin og geymið í frysti. Athugið að súkkulaðið smitar fljótt út frá sér við stofuhita.

Sjáið hvað eggin eru falleg (og hvað Tobba er vel …
Sjáið hvað eggin eru falleg (og hvað Tobba er vel naglalökkuð). mbl.is/TM
Tobba Marínós er sérlegur sérfræðingur Matarvefjarins í sykurlausum sælkerafreistingum.
Tobba Marínós er sérlegur sérfræðingur Matarvefjarins í sykurlausum sælkerafreistingum. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »