Þrusugóðir kanilsnúðar fyrir útileguna

Heimabakstur slær alltaf í gegn í útilegum.
Heimabakstur slær alltaf í gegn í útilegum. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Það er fátt sem toppar það að mæta með heimabakað í sumarbústaðinn eða útileguna. Eiginlega ætti að það að vera skylda! Fyrir þá sem vilja slá í gegn og uppskera ótakmarkaða aðdáun ferðafélaganna þá er þessi uppskrift algjörlega skotheld enda úr smiðju Berglindar Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt.  

Kanilsnúðar

  • 250 g hveiti
  • 1/2 dl vatn, fingurvolgt
  • 2 1/2 tsk. þurrger
  • 50 g smjör
  • 2 msk. sykur
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1/2 tsk. kardemommur

Kanilsmjör

  • 100 g smjörlíki
  • 1 dl sykur
  • 2 tsk. kanill

Toppað t.d. með skrautsykri og möndluflögum

Aðferð:

  1. Hellið volga vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir. Látið bíða í 3 mínútur.
  2. Hrærið fingurvolgri mjólkinni saman við gerblönduna og bætið síðan egginu saman við.
  3. Blandið saman sykri, salti, kardemommum og hveiti.
  4. Myljið smjörið saman við hveitiblönduna og hrærið saman við gerblönduna. Hnoðið og fletjið út í ferhyrning.
  5. Gerið kanilsmjör og smyrjið jafnt yfir deigið, magn að eigin smekk. Rúllið því síðan upp. Látið hefast í 20 mínútur. Skerið í sneiðar (gott er að pensla með mjólk) og stráið t.d. skrautsykri og söxuðum möndlum yfir.
  6. Raðið snúðunum á bökunarplötu og bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert