Barnvænar jólakökur á korteri

Virkilega stökkar og góðar kökur. Fullkomnar í barnaafmæli eða jólaboð.
Virkilega stökkar og góðar kökur. Fullkomnar í barnaafmæli eða jólaboð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér er heiðarleg tilraun til að gera fjótlegri og hollari „kornflex“-kökur. Ég notaði Alpha Bites sem er sykurlítið morgunkorn (svipað mikið magn og í Cheerios), trefjaríkt og sætt með kókosnektar. Börnum finnst líka gaman að stöfunum en hvert morgunkorn er í laginu eins og stafur. Morgunkornið fæst t.d. í Nettó.

Kökurnar tóku enga stund í gerð en þær verða nokkuð harðar þegar súkkulaðið storknar. Ef vill má setja smá kókosolíu út í súkkulaðið til að mýkja það.

Ég saxaði einn jólastaf til að skreyta með en það má vel nota smá matarglimmer eða bara sleppa því! Einnig væri smart að nota muffinsform í munnbitastærð.

200 g 70% súkkulaði 
Heilkorna Alpha Bites (ljóst á litinn)

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. 
Hrærið morgunkorninu saman við. Eins miklu og hægt er án þess að það hætti að þekjast alveg. 
Setji í möffinsform, helst í stálbökkum svo þær verði fallegar í laginu. 
Látið storkna í kæli og geymið í kæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert