Eftirréttir

Grillaður ananas með hnetum og súkkulaði

21.6. Sumarið er tíminn til að henda ferskum ananas á grillið. Það eru ekki allir hrifnir af ananas en þeir sem gera það munu elska þessa útgáfu. Hér eru hunangsristaðar hnetur og súkkulaði að trylla mannskapinn í þessum fullkomna eftirrétt. Meira »

Lífsbætandi Maltesers ostakaka

28.5. Sumt er hreinlega of girnilegt til að vera satt og þessi Maltesers ostakaka er klárlega þar á meðal. Kakan hreinlega kallar á ilvolg og sólrík sumarkvöld þar sem setið er úti með teppi og lífsins notið. Meira »

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

19.4. Þetta er það sem við köllum almennt hina fullkomnu ostaköku. Hátíðleg og algjörlega frábær þannig að hér ætti ekkert að klikka. Meira »

„Besta djöflaterta í heimi“

18.4. Ef Halla Bára og Gunni á Home & delicious segja að einhver kaka sé sú besta í heimi þá trúum við því. Flóknara er það ekki.  Meira »

Einföld skyrkaka með Daim-kurli

12.4. Þetta er einn af þessum eftirréttum eða veisluréttum sem klikka aldrei. Hér í sjóðheitri og bragðlaukatryllandi útgáfu Berglindar Guðmundsdóttur á GRGS.is. Meira »

Barbie fagnar 60 ára afmæli með glæstum kökum

11.3. Ein vinsælasta dúkka heims varð sextug um helgina – og fólk alls staðar í heiminum fagnaði með því að baka kökur henni til heiðurs. Meira »

Sonur læknisins sló heldur betur í gegn

30.12. Það kemur fyrir besta fólk að vakna upp á aðfangadagsmorgun og átta sig á því að það gleymdi að gera ísinn fyrir aðfangadagsmáltíðina. Líka Ragnar Frey, Lækninn í eldhúsinu, sem lenti í þessari skelfingu sem hann sagði reyndar að væri engin harmleikur enda á hann ráð undir rifi hverju. Meira »

Heimagerður piparkökuís með saltkaramellusósu

18.12. Jólaísinn er að margra mati burðarverkið í góðri hátíðarveislu. Og þar erum við sammála. Ísinn setur punktinn yfir i-ið ef svo má að orði komast og því borgar sig að vanda valið vel þegar kemur að vali á ís. Meira »

Eplaskyrréttur með bingókúlusósu

3.11. Þessi eftirréttur er afar snjall og einfaldur... svo ekki sé minnst á bragðgæði hans sem eru bæði mikil og góð. Það er Hjördís Dögg á mömmur.is sem útbjó þessa dásemd fyrir lesendur mbl.is. Meira »

Coca-Cola eins og þú hefur aldrei smakkað það áður

1.11. Það finnast margar leiðir til að svala þorstanum með Coca-Cola, en ein af þeim er þessi sérstaka blanda með vanilluís sem er það merkileg að við urðum að vita meira. Meira »

Bleikasti og einfaldasti eftirrétturinn

12.10. Nú er október og öll eigum við að vera eins bleik og við getum. Það á líka við um hvað við borðum og hér gefur að líta eftirrétt sem landsmenn elska. Bæði er hann bragðgóður, vandræðalega einfaldur auk þess sem hann hefur verið hluti af borðhaldi þjóðarinnar svo lengi sem elstu menn muna. Meira »

Heimagerður ís með súkkulaðilakkrískurli og hraunbitum

8.9. Hér gefur að líta dásemdarís með öllu því nammi sem við elskum hvað heitast. Bara botninn er nóg til að æra óstögugan en hann samanstendur af eiginlega bara hraunbitum. Þetta er uppskrift sem getur ekki klikkað og að auki fáið þið skothelt kennslumyndband með. Algjör snilld! Meira »

„Einfaldar hugmyndir í vandaðri útfærslu“

9.8. Viðvík er lítill en notalegur fjölskyldurekinn veitingastaður sem opnaði fyrir rúmlega ári. Þar er gestum boðinn gómsætur matur með glæsilegu útsýni. Meira »

Heimagerðir einhyrningaíspinnar

28.7. Einhyrningamatur er ákaflega vinsæll enda þykir hann afskaplega fallegur og eru börn sérstaklega sólgin í hann. Hér gefur að líta heimagerða íspinna sem eru sannarlega í hollari kantinum og ættu því að gleðja foreldra. Meira »

Syndsamlega subbulegt útilegusnarl

23.7. Gleymið súkkulaðifylltu banönunum í útileguna. Það er kominn nýr eftirréttur á svæðið sem mun gjörsamlega trylla lýðinn og keyra upp stemninguna svo um munar. Athugið þó að hann er alls ekki heilsusamlegur né grennandi, inniheldur mögulega óheyrilegt magn af sykri en góður fréttirnar eru að hann bragðast eins og himnaríki á priki. Meira »

Eftirréttur sem slær allt út

18.7. Ef þig langar að slá vel um þig í næsta matarboði mælum við með þessari uppskrift en hér gefur að líta dásamlega blöndu af skyrfroðu, bláberjakrapi, hvítsúkkulaðiostakremi og hafra-crumble. Meira »

Stórkostleg Nutella-pönnupítsa með ís

4.7. Þessi pítsa er svo auðveld og snjöll að hún á pottþétt eftir að slá í gegn á heimilium landsmanna sem þurfa eitthvað bragðgott til að hugga sig við. Meira »

Beri bakarinn með 385 þúsund fylgjendur á Instagram

7.1. Það verður ekki hjá því komist að kynnast þessum unga myndarlega bakara aðeins nánar, sem virðist vera ansi lunkinn við baksturinn á meðan hann situr fyrir ber að ofan. Meira »

Svona gerir þú besta Ris a la mande í heimi

23.12. Þormar Þorbergsson bakarameistari og súkkulaðisjení birti myndband þar sem hann kennir fólki hvernig gera á Ris a la mande eftir kúnstarinnar reglum. Eflaust rekur marga í rogastans þegar þeir sjá myndbandið og í leiðinni öll litlu mistökin sem maður hefur gert í gegnum tíðina. Meira »

Súkkulaðikaka með mjúkri miðju

8.12. Hver elskar ekki ómótstæðilega eftirrétti sem tekur bókstaflega nokkrar mínútur að gera? Hér gefur að líta súkkulaðiköku eða svona eldfjallaköku eins og eru svo vinsælar en þá er miðjan í þeim mjúk. Meira »

Ómótstæðileg After Eight-stykki

2.11. Súkkulaði-unaður sem brotnar léttilega í munni og skilur eftir sig keim af myntu. Við höfum sagt allt sem segja þarf hvað þessi girnilegu After Eight-stykki varðar. Meira »

Súkkalaðikaka með blautri miðju

13.10. Góð súkkulaðikaka stendur ætíð fyrir sínu - ekki síst ef höfundur hennar er sjálf Eva Laufey. Þessi uppskrifti ætti því engan að svíkja. Meira »

Þú hefur aldrei séð svona sætar syndir

25.9. Hvernig er hægt að baka svona brjálæðislega fallegar kökur? Fyrir Ástralann Raymond, betur þekktan sem Ray Ray, er þetta leikur einn. Meira »

„Slippsmús“ fyrir metnaðargjarna

24.8. Hér kemur hinn fullkomni eftirréttur fyrir metnaðargjarna í eldhúsinu sem bjóða ekki bara upp á mús í desert - heldur Slippsmús eins og við kjósum að kalla þessa enda er hún úr smiðju Gísla Auðuns Mattíasarsonar matreiðslumanns sem er einmitt maðurinn á bak við Slippinn í Vestmannaeyjum. Meira »

Ostakökubitar sem trylla partýið

2.8. Þessir ostakökubitar eru mikil snilld því það má vel baka þessar elskur og frysta. Ein lekker týpa sem Matarvefurinn fékk veður af kippir alltaf nokkrum bitum út þegar hún heyrir tengdamóðir sína koma blótandi upp innkeysluna og sú gamla er farin að brosa og tala um að hætta að reykja áður eftir tvo bita. Meira »

Einföld en ómótstæðileg súkkulaðifreisting

24.7. Hér gefur að líta eftirrétt sem er svo girnilegur að annað eins hefur vart sést. Ef þið eruð ekki viss er best að horfa á myndbandið en þessi snilld er einn af Hraðréttum Matarvefsins sem við erum svo ógnar stolt af. Meira »

Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

18.7. Bakarinn og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir veit fátt skemmtilegra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára afmæli dóttur hennar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veislan með fádæmum vel heppnuð og litrík. Nokkur ljóst er að afmælisdísin var hæstánægð með útkomuna enda ekki annað hægt þegar mamma leggur á sig að baka einhyrningakúk. Meira »

Einföld eplakaka í bolla

8.7. Það eru sjálfsagt flestir sem elska eplakökur enda eru þær einstaklega fullkomin fyrirbæri og bráðnauðsynlegar endrum og eins. Þessi uppskrift er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is og bregður hún á það snjalla ráð að baka hverja köku í bolla sem er afar lekkert. Meira »

Einfaldasta eftirréttapítsa sem sögur fara af

27.6. Fyrst þjóðin er á annað borð alltaf að grilla er allt eins gott að taka grillunina skrefinu lengra og grilla góðan eftirrétt. Meira »