Eftirréttir

Heimagerður ís með súkkulaðilakkrískurli og hraunbitum

8.9. Hér gefur að líta dásemdarís með öllu því nammi sem við elskum hvað heitast. Bara botninn er nóg til að æra óstögugan en hann samanstendur af eiginlega bara hraunbitum. Þetta er uppskrift sem getur ekki klikkað og að auki fáið þið skothelt kennslumyndband með. Algjör snilld! Meira »

„Slippsmús“ fyrir metnaðargjarna

24.8. Hér kemur hinn fullkomni eftirréttur fyrir metnaðargjarna í eldhúsinu sem bjóða ekki bara upp á mús í desert - heldur Slippsmús eins og við kjósum að kalla þessa enda er hún úr smiðju Gísla Auðuns Mattíasarsonar matreiðslumanns sem er einmitt maðurinn á bak við Slippinn í Vestmannaeyjum. Meira »

„Einfaldar hugmyndir í vandaðri útfærslu“

9.8. Viðvík er lítill en notalegur fjölskyldurekinn veitingastaður sem opnaði fyrir rúmlega ári. Þar er gestum boðinn gómsætur matur með glæsilegu útsýni. Meira »

Ostakökubitar sem trylla partýið

2.8. Þessir ostakökubitar eru mikil snilld því það má vel baka þessar elskur og frysta. Ein lekker týpa sem Matarvefurinn fékk veður af kippir alltaf nokkrum bitum út þegar hún heyrir tengdamóðir sína koma blótandi upp innkeysluna og sú gamla er farin að brosa og tala um að hætta að reykja áður eftir tvo bita. Meira »

Heimagerðir einhyrningaíspinnar

28.7. Einhyrningamatur er ákaflega vinsæll enda þykir hann afskaplega fallegur og eru börn sérstaklega sólgin í hann. Hér gefur að líta heimagerða íspinna sem eru sannarlega í hollari kantinum og ættu því að gleðja foreldra. Meira »

Einföld en ómótstæðileg súkkulaðifreisting

24.7. Hér gefur að líta eftirrétt sem er svo girnilegur að annað eins hefur vart sést. Ef þið eruð ekki viss er best að horfa á myndbandið en þessi snilld er einn af Hraðréttum Matarvefsins sem við erum svo ógnar stolt af. Meira »

Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

18.7. Bakarinn og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir veit fátt skemmtilegra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára afmæli dóttur hennar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veislan með fádæmum vel heppnuð og litrík. Nokkur ljóst er að afmælisdísin var hæstánægð með útkomuna enda ekki annað hægt þegar mamma leggur á sig að baka einhyrningakúk. Meira »

Einföld eplakaka í bolla

8.7. Það eru sjálfsagt flestir sem elska eplakökur enda eru þær einstaklega fullkomin fyrirbæri og bráðnauðsynlegar endrum og eins. Þessi uppskrift er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is og bregður hún á það snjalla ráð að baka hverja köku í bolla sem er afar lekkert. Meira »

Einfaldasta eftirréttapítsa sem sögur fara af

27.6. Fyrst þjóðin er á annað borð alltaf að grilla er allt eins gott að taka grillunina skrefinu lengra og grilla góðan eftirrétt. Meira »

Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu

22.6. Steypujárn hefur fyrir löngu sannað sig sem algjört snilldarfyrirbæri sem hægt er að nota í nánast allt tengt matargerð. Hér er Svava Gunnars á Ljúfmeti með uppskrift að súkkulaðiköku sem hún bakar í steypujárnspönnu. Meira »

Anna Jia haslar sér völl sem bakari

14.5. Það er fátt skemmtilegra en að dást að fallegum kökum og það er af nógu af taka. Anna Jia hefur hingað til ekki verið þekktust fyrir bakstur sinn en það er mögulega að breytast. Meira »

Eftirrétturinn sem er betri en allt

11.5. Ef að Berglind Guðmunds segir það þá hlýtur það að vera satt. Við tökum hana allavega trúanlega og ætlum að skella í þessa elsku fyrir kvöldið. Meira »

Drauma eftirréttur með súkkulaðiskyri og marengsrósum

19.4. Ef það er einhverntíman rétti tíminn til að baka þá er það akkrúrrat núna. Þessi huggulegi eftirréttur sameinar ansi mart af því sem flestir elska: kex, marengs og skyrköku. Meira »

Súkkulaði- og myntu-brownies sem lögðu Morgunblaðið

23.3. Í vikunni ákvað ég að baka súkkulaði-brownies eða brúnkur, eins og það kallast víst á íslensku, með myntukremi því ég elska allt með súkkulaði og myntu. Þær voru minna flóknar en mig hafði grunað og sannkallaðar bombur. Meira »

Mætti með Baileys-köku í bekkjarpartý

3.3. Þessi kaka átti að vera allt öðruvísi. En stundum grípa örlögin í taumana með einkennilegum hætti eins og gerðist þegar þessi kaka var bökuð. Meira »

Heimabökuð einhyrningskaka sem sló í gegn

14.1. Það er fátt skemmtilegra (og meira taugatrekkjandi) en að undirbúa barnaafmæli.  Meira »

Vinsælasta uppskrift Alberts

8.1. Þessi tertuuppskrift er sú vinsælasta af uppskriftum hans á síðunni árið 2017 en um er að ræða uppskrift sem Steinunn frænka hans hefur breytt lítillega en uppskriftin birtist fyrst á öðru matarbloggi sem við einnig fáum garnagaul yfir reglulega, eldhusogur.com. Meira »

Syndsamlega subbulegt útilegusnarl

23.7. Gleymið súkkulaðifylltu banönunum í útileguna. Það er kominn nýr eftirréttur á svæðið sem mun gjörsamlega trylla lýðinn og keyra upp stemninguna svo um munar. Athugið þó að hann er alls ekki heilsusamlegur né grennandi, inniheldur mögulega óheyrilegt magn af sykri en góður fréttirnar eru að hann bragðast eins og himnaríki á priki. Meira »

Eftirréttur sem slær allt út

18.7. Ef þig langar að slá vel um þig í næsta matarboði mælum við með þessari uppskrift en hér gefur að líta dásamlega blöndu af skyrfroðu, bláberjakrapi, hvítsúkkulaðiostakremi og hafra-crumble. Meira »

Stórkostleg Nutella-pönnupítsa með ís

4.7. Þessi pítsa er svo auðveld og snjöll að hún á pottþétt eftir að slá í gegn á heimilium landsmanna sem þurfa eitthvað bragðgott til að hugga sig við. Meira »

Hélt útskriftarveislu fyrir sjálfa sig

24.6. Berglind er - eins og flestir vita - afar flink í að halda veislur en segist vart nenna því fyrir sjálfa sig. Þó hafi hún ákveðið að láta slag standa í þetta skiptið því ef þetta væri ekki tilefni til að skála þá vissi hún ekki hvenær það ætti að vera. Hún bauð því til sín góðum hópi kvenna og úrkoman var veisla sem seint líður úr minni. Meira »

Afmælisboðið sem verður aldrei toppað

20.6. Svei mér þá... sumt fólk (nefni engin nöfn á þessu stigi málsins) er svo flinkt að baka að okkur hinum (nefni engin nöfn) liggur við aðsvifi af aðdáun. Meira »

Einfaldi eftirrétturinn sem Svava elskar

12.5. „Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum er Pa&Co í Stokkhólmi. Staðurinn er lítill, heimilislegur og alltaf þéttsetinn, handskrifaði matseðillinn sem hangir á veggnum er breytilegur og það virðist allt sem kemur úr eldhúsinu þeirra vera ólýsanlega gott.“ Meira »

Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús

29.4. Ef það er ekki ekta dagur til að búa til súkkulaðimús í dag þá veit ég ekki hvað. Fyrir utan að vera sérlega bragðgóð þá er hún nógu einföld til að allir geta gert hana með annarri hendi. Meira »

Eftirréttarpítsa með Nutella og banana

23.3. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að bjóða upp á eftirréttarpítsu en það er engu að síður ótrúlega vel heppnaður eftirréttur. Meira »

Baileys-brjálæði sem bræðir hjörtu

10.3. Er ekki kominn tími á smá huggulegheit um helgina? Mögulega fullorðinsís sem er löðrandi í dásamlegheitum í líkingu við Baileys – nú eða sambærilega líkjöra og kannski smá bjór. Meira »

Súkkulaðikaka með salt-karamellupoppkorni

5.2. Hér er komin stórfengleg súkkulaðiterta frá norskum stjörnukokki sem hefur þó skilning á því að við venjulega fólkið viljum borða stjörnumat en viljum auðveldar uppskriftir. Vatnsbaðið er hér leyndardómurinn. Meira »

Súkkulaðibaka með heimagerðri nutella-fyllingu

14.1. Grenjaðu ofan í diskinn hvað þetta er tryllt! Tertuna má einnig frysta og eiga til dimmu daganna.   Meira »

Dásamleg skyrkaka með hindberjum og hvítu súkkulaði

19.12. Hér kemur ein skotheld hátíðarbomba úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttir sem bloggar á matarvef MS - gottímatinn.is  Meira »