Einföld en ómótstæðileg súkkulaðifreisting

Hér gefur að líta eftirrétt sem er svo girnilegur að annað eins hefur vart sést. Ef þið eruð ekki viss er best að horfa á myndbandið en þessi snilld er einn af Hraðréttum Matarvefsins sem við erum svo ógnar stolt af. 

Súkkulaðibökur með ís og súkkulaðisósu

fyrir 10

Botninn:

 • 200 g Hobnobs kex
 • 5 msk smjör brætt

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Myljið kexið í matvinnsluvél eða með kökukefli í plastpoka. Bætið smjöri út í og blandið vel saman. Smyrjið smelluform (24 cm) eða ofnfast bökuform með olíu eða smjöri og fóðrið það að innan með kexmylsnunni. Einnig er gott að nota múffu silikonform. Bakið deigskelina í 10 mín.  

Fylling:

 • 200 g gæðasúkkulaði í bitum (Green&Black)
 • 3 dl rjómi
 • 2 stór egg
 • 1 ½  tsk. vanilludropar

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Hellið rjómanum í skál. Bætið eggjum út í einu í einu og síðan vanilludropum. Hellið súkkulaðinu út í og pískið létt saman. Hellið fyllingunni í bökuskelina og bakið áfram í 20 mín. Berið fram strax eða kælið og hitið augnablik áður en þið berið fram.

Súkkulaðisósa:

 • 50 g gæðasúkkulaði (Green&Black)
 • 2 msk. hlynsíróp
 • 2 msk. rjómi
 • 2 msk. vatn

Sjóðið allt saman í potti við vægan hita.  

Meðlæti:

 • 1 box Häagen-Dazs ís með vanillu
 • Fersk ber

Setjið kökur á fallega diska. Stráið berjum í kring. Setjið kúlu af Häagen-Dazs ís ofan á hverja köku. Setjið súkkulaðisósuna ofan á ísinn og berin allt um kring.

mbl.is/
mbl.is