Heimagerður ís með súkkulaðilakkrískurli

Hér gefur að líta dásemdarís með öllu því nammi sem við elskum hvað heitast. Bara botninn er nóg til að æra óstögugan en hann samanstendur af eiginlega bara hraunbitum. Þetta er uppskrift sem getur ekki klikkað og að auki fáið þið skothelt kennslumyndband með. Algjör snilld!

Heimagerður ís með súkkulaðilakkrískurli

8-10 stk

Botninn:

  • 200 g Hraunbitar frá Góu
  • 4 msk. smjör

Skerið Hraunbitana niður til helminga og setjið í matvinnsluvél. Malið bitana í vélinni. Bætið smjöri út í og látið vélina vinna í 2-3 mín. Skiptið þessu í lítil form, t.d. múffusílikonform, og þjappið létt.

Ísinn:

  • 3 dl rjómi, léttþeyttur
  • 3 eggjarauður
  • 3 msk. sykur
  • 1 poki Appolo-súkkulaðilakkríiskurl frá Góu
  • 2 dl súkkulaðirúsínur frá Góu

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til það er ljóst og kremkennt. Bætið þeyttum rjóma og Appolo-súkkulaðilakkrískurli út í og vinnið saman með sleikju. Skiptið blöndunni á milli formanna og jafnið yfirborðið. Frystið. Berið fram með berjum og súkkulaðirúsínum frá Góu.

mbl.is/
mbl.is