Þetta ætlar fólkið á Facebook að borða

Til er sú grúppan á Facebook er kallast Matartips og hefur yfir 50 þúsund fylgjendur. Þar hefur mannskapurinn talað og deilir hugmyndum að sælkeranarti á áramótunum. Við tókum saman nokkrar tillögur sem fólk er að leggja til og ættu að gefa okkur hinum hugmyndir hvað sé hægt að bjóða upp á. Hér má sjá allt frá heimagerðum ís yfir í flösku af rommi – svo smekkur manna er misjafn. En hér á matarvefnum má finna ótal eftirrétti í uppskriftabankanum okkar.

 • Snickers-mús
 • Biscoff-ostakaka
 • Dumle/kókosbolluís
 • Toblerone-ís
 • Baileys-ís
 • Marengs-terta með ferskum berjum, rolo-sósu og rjóma
 • Þristamús
 • Snakk og nammi
 • Mandarínueftirréttur
 • Súkkulaðimús
 • Frönsk súkkulaðikaka
 • Tiramisu
 • Kaffibúðingur
 • Heitar súkkulaðibollakökur með rolo og ís
 • Kókosbolluís
 • Freyðivín
 • Flaska af rommi 
mbl.is