Sonur læknisins sló heldur betur í gegn

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Það kemur fyrir besta fólk að vakna upp á aðfangadagsmorgun og átta sig á því að það gleymdi að gera ísinn fyrir aðfangadagsmáltíðina. Líka Ragnar Frey, Lækninn í eldhúsinu, sem lenti í þessari skelfingu sem hann sagði reyndar að væri engin harmleikur enda á hann ráð undir rifi hverju.

Bjargvættin var þó ekki næsta matvöruverslun heldur sonur hans, Vilhjálmur Bjarki, sem reiddi fram uppskrift sem hann vildi ólmur prófa.

Útkoman var alveg hreint framúrskarandi og var Ragnar Freyr að vonum stoltur en færsluna í heild sinni má nálgast HÉR.

Jólaísinn að hætti Vilhjálms Bjarka - með súkkulaðikurli og heimagerðri jarbaberjasultu

Fyrir ísinn

  • 4 egg
  • 100 g sykur
  • 1 vanillustöng
  • 500 g rjómi

Fyrir sultuna

  • 250 g jarðaber
  • 75 g sykur
  • safi úr hálfri sítrónu

Kurlið:

  • 1 plata af rjómasúkkulaði

Aðferð:

  1. Fyrsta skrefið er að aðskilja eggjarauðurnar frá eggjahvítunum.
  2. Næst er að þeyta eggjarauðurnar saman við sykurinn.
  3. Svo er eggjablandan bragðbætt með vanillufræjum. Næst er að þeyta eggjahvíturnar og blanda varlega saman við þeyttan rjóma. Væri ferlið stöðvað þarna væri maður kominn með dásamlegan vanilluís. En Villi vildi halda áfram.
  4. Næst var að huga að jarðaberjunum. Villi sneiddi þau niður í fjórðunga.
  5. Svo setti hann berin í pott, ásamt sykri og smá vatnsskvettu og sítrónusafa og sauð upp. Blandan fékk að sjóða niður við lágan hita í 10-15 mínútur, þar til jarðaberin voru orðin flauelsmjúk.
  6. Svo var að hakka niður súkkulaðið og blanda súkkulaðikurlinu saman við vanilluísinn.
  7. Næst var ísblöndunni komið fyrir í kaldri Kitchenaid ísgerðarskál. Þetta skref er í raun ekki nauðsynlegt en gerir það að verkum að ísinn frosnar í minni kristöllum og áferðin verður mýkri heldur en hann fær þegar hann er settur beint í frystinn.
  8. Þegar berin voru orðin mjúk stappaði hann þau niður í fallega og ljúffenga sultu og gæddi sér á jarðaberjum samtímis.
  9. Svo setti hann helminginn af ísnum í botninn á formi og svo sultu nokkuð jafnt yfir og svo annað lag af ís yfir.
  10. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var stoltur! Og hann var líka nokkuð sáttur við verkið.
  11. Og þetta hafðist. Um kvöldið hafði ísinn náð að frjósa og var ótrúlega ljúffengur.
  12. Og með heimagerðri súkkulaðisósu. Þetta var sko punkturinn yfir i-ið!
Vilhjálmur Bjarki ber sig fagmannlega að enda á hann ekki …
Vilhjálmur Bjarki ber sig fagmannlega að enda á hann ekki langt að sækja hæfileikana. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert