Frekar misheppnaðir vegan-eftirréttir

Það er ekki mikið lagt upp úr eftirréttum fyrir þá …
Það er ekki mikið lagt upp úr eftirréttum fyrir þá sem eru vegan. mbl.is/Twitter

Hin 18 ára gamla Yazmin frá Bandaríkjunum deildi mynd af afar sorglegum eftirrétti sem henni var færður á veitingastað – en hún er vegan.

Já, það er ekki tekið út með sældinni að fara eftir ákveðnum lífsstíl í þessum flókna matarmenningar heimi og menn misvel undir það búnir – líka á veitingastöðum. En Yazmin kynntist því á dögunum er hún hélt upp á afmælið sitt á ónefndum stað og birti í kjölfarið mynd af eftirréttinum sínum sem var vegan, eða skorin bananasneið með kerti ofan á. Eftir það fór allt að rúlla og ótal fleiri fylgdu í kjölfarið til að deila svipuðum upplifunum. En sögurnar og myndirnar eru lygilegar! Ein deildi því þegar hún fékk fullt glas af klökum með einu cherry beri á toppnum á meðan önnur fékk hálfa appelsínu sem búið var að skræla.

Eitt er víst, að þú getur ekki gert miklar kröfur ef þú ert vegan í dag.

Yazmin varð pínu brugðið að sjá afmælisdesertinn sinn á ónefndum …
Yazmin varð pínu brugðið að sjá afmælisdesertinn sinn á ónefndum veitingastað - bananabiti með kerti ofan á. mbl.is/Twitter
Vá frábær eftirréttur - eða þannig.
Vá frábær eftirréttur - eða þannig. mbl.is/Twitter
Hver vill ekki fá hálfa appelsínu í desert með kerti …
Hver vill ekki fá hálfa appelsínu í desert með kerti á toppnum. mbl.is/Twitter
Vel skreytt jarðarber. Afsakið, hálft jarðarber!
Vel skreytt jarðarber. Afsakið, hálft jarðarber! mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is