Jólalegir kókostoppar

Kókostoppar eru ákaflega fallegar smákökur.
Kókostoppar eru ákaflega fallegar smákökur. mbl.is/gotteri.is

Gotterísgrallarinn hún Berglind Hreiðars bakar eins og enginn sé morgundagurinn og mælir sérstaklega með þessari uppskrift sem er ákaflega bragðgóð og falleg.

Toppar

4 stk eggjahvítur
250 g sykur
100 g gróft kókosmjöl 

Skraut
250 g suðusúkkulaði
2-3 jólastafir

Stífþeytið saman eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér. Vefjið kókosmjölinu saman við með sleif.

Sprautið væna toppa með stórum stjörnustút á bökunarplötu. Bakið í um 30 mínútur við 150°C.

Kælið, bræðið suðusúkkulaðið og myljið jólastafina. Dýfið botninum á toppunum í súkkulaði og stráið brjóstsykri á hliðarnar, setjið á bökunarpappír og leyfið að storkna.

Berglind heldur úti blogginu gotter.is
Berglind heldur úti blogginu gotter.is mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is