Spennandi jólamarkaður um helgina

Fallegar vörur frá Hugdettu - handgerðar í Sierra Leone.
Fallegar vörur frá Hugdettu - handgerðar í Sierra Leone. mbl.is/Hugdetta

Um helgina fer fram markaður Sweet Salone og Angústúru - þar sem handgerðar vörur og gæðabókmenntir eru í fyrirrúmi og allir hjartanlega velkomnir. 

Það verður notaleg stemning í Mengi þessa helgina er íslenskir hönnuðir hittast og kynna vörur sínar. Hér um ræðir handgerðar vörur sem unnar eru af ást og umhyggju á sanngjarnan og sjálfbæran hátt. Vörurnar eru handgerðar í Sierra Leone - en samstarf íslensku hönnuðina og handverkafólksins þar í landi hefur vaxið og dafnað undanfarin sex ár. Sweet Salone er partur af verkefni Auroru velgerðasjóðsins sem styður við þróun og menningu með verkefnum sem örva samfélög á sjálfbæran máta - þar á meðal er hönnun frá Hugdettu. En við náðum tali af Róshildi Jónsdóttur sem er annar eigandi Hugdettu, og segir að með verkefni Auroru snúist allt um atvinnusköpun í Sierra Leone, og að endurvekja handverk úr efniviði þar í landi. Því séu engir milliliðir og skilar því hver sala miklu inn í þróunarstarfið. 

"Við hjá Hugdettu erum spennt að kynna nýju saltskálina okkar um helgina. Skálin er með sérhönnuðu stóru gati fyrir saltflögur eins og íslenska Saltverks saltið. Þá þarf ekki að fara ofan í skálina með puttunum, heldur stráir þú því með því að halla skálinni", segir Róshildur. 

Við mælum heilshugar með bæjarrölti og reka inn nefið í Mengi á Óðinsgötu 2 um helgina, en markaðurinn er opinn fram á sunnudag og má skoða viðburðinn nánar HÉR

Ný saltskál frá Hugdettu sem stráir saltinu jafnt og án …
Ný saltskál frá Hugdettu sem stráir saltinu jafnt og án allra vandræða. mbl.is/Hugdetta
mbl.is/Hugdetta
mbl.is/Hugdetta
mbl.is/Hugdetta
mbl.is/Hugdetta
mbl.is/Hugdetta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert