Frægasti poki heims í nýrri útgáfu

Bastua er ný vörulína frá Ikea.
Bastua er ný vörulína frá Ikea. mbl.is/Ikea

Við getum nánast fullyrt að það sé til í það minnsta einn blár innkaupapoki frá IKEA inni á hverju heimili hér á landi. Og nýjustu fréttir úr herbúðum sænska húsgagnarisans eru þær að nú verði pokarnir fáanlegir með fallegu munstri frá Marimekko. 

Til gamans má geta þess að árið 2018 voru seldir 1.018.440 IKEA-pokar í Danmörku, sem segir okkur að pokarnir finnast víða. Innkaupapokarnir eru ekki bara handhægir til að flytja vörurnar okkar heim úr búðinni, því þeir þjóna margs konar tilgangi undir þvott, í flutninga, undir rusl og svo margt fleira. En nýja samstarfið við Marimekko hefur hlotið nafnið 'Bastua', sem þýðir sána á sænsku - og þess má geta að starfsmenn Ikea í Svíþjóð og starfsmenn Marimekko í Finnlandi, eru þess aðnjótandi að hafa sánu til afnota í vinnunni og því varð nafnið upplagt fyrir vörulínuna. Þar að auki verða framleidd handklæði, sturtuhengi og sloppar finnast í Bastua-línunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert