Elskar þú smjör og hvítlauk?

Heimalagað hvítlaukssmjör bráðnar í munni á nýbökuðu brauði.
Heimalagað hvítlaukssmjör bráðnar í munni á nýbökuðu brauði. Unsplash/Olivie Strauss

Hér er á ferðinni skothelt uppskrift að ljúffengu heimalöguðu hvítlaukssmjöri með kryddjurtakeim sem er fullkomið á brauðið ef þig langar í hvítlauksbrauð eða smyrja nýbakað brauð með hvítlaukssmjöri. Svo er það líka svo gott í bakaðar kartöflur og í alls konar matargerð. Það getur líka verið gott að eiga hvítlaukssmjör í ísskápnum þegar grilltíminn nálgast. Skemmtilegt er að leika sér með uppskrift eins og þessa og bæta við ferskum kryddjurtum.

Hvítlaukssmjör með kryddjurtakeim

  • 150 mjúkt smjör
  • 6–8 hvítlauksrif
  • 1 búnt steinselja, smátt söxuð
  • Salt eftir smekk
  • Hvítur pipar eftir smekk
  • Örlítill caynnepipar
  • Örlítið garðablóðberg, smátt saxað (má sleppa)
  • Örlítið rósmarín, smátt saxað (má sleppa)

Aðferð:

1. Setjið smjörið í skál og pressið hvítlauksrifin út í.

2. Skolið steinseljuna vel og þerrið, saxið hana ásamt hinum kryddjurtunum.

3. Bætið kryddjurtunum út í smjörið og kryddið með kryddunum.

4. Hrærið vel saman.

5. Setjið í ísskáp og kæli fyrir notkun. Ef það á að nota það til að smyrja nýbakað brauð er lag að taka það út aðeins fyrir notkun.

6. Hægt er að smyrja hvítlaukssmjörið á brauð og útbúa hvítlauksbrauð.

7. Hægt er að nota hvítlaukssmjörið í bakaðar karöflur.

8. Hvítlauksmjörið er líka gott í hvers kyns matargerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert