Af hverju er mikilvægt að borða mangó?

Mangó er suðrænn ávöxtur, bráðhollur og sneisafullur af vítamínum og …
Mangó er suðrænn ávöxtur, bráðhollur og sneisafullur af vítamínum og trefjum. Unsplash/Jacqueline Brandwayn

Mangó er suðrænn ávöxtur, bráðhollur og sneisafullur af vítamínum og trefjum. Álitið er að mangó sé sérlega gott og fyrirbyggjandi í baráttunni gegn hinum ýmsu og alvarlegu sjúkdómum sem mannfólkið glímir við alla daga. Mangó er þétt, safaríkt og gefur sætt bragð og er jafnframt talið gott fyrir meltinguna. Ávöxturinn er sporöskjulaga og gulleitur, líkist stórri peru að hluta til og er með stein inni í kjarnanum. 

Ávöxturinn hefur verið ræktaður í Suður-Asíu í þúsundir ára en hefur hefur  á síðustu árþúsundum breiðst út um heiminn og er ræktaður víða. Í dag er mangó  einn af þeim ávöxtum sem mest er neytt í heiminum. Mangó er ekki bara ljúffengt heldur líka næringarríkt. Sætir ávextir eins og mangó eru líka frábær valkostur við allskonar ruslfæði og óhollu snarli. Ef þig langar í eitthvað sykrað, þá skaltu fremur fá þér mangó.

Ljúffengt og gott í millimál að skera niður mangó í …
Ljúffengt og gott í millimál að skera niður mangó í bita og njóta. Unsplash/Fedor
mbl.is